Minningar – fyrsta ár barnsins

Færslan er ekki kostuð, höfundur keypti vöruna sjálfur

Screen Shot 2018-01-31 at 22.55.49

Mig langar til þess að skrifa örlítið um bókina Minningar – fyrsta ár barnsins sem Von verslun gaf út á síðasta ári. Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir, tvær vinkonur í fæðingarorlofi tóku af skarið og hönnuðu þessa skemmtilegu bók sem geymir allar helstu minningar barns þíns fyrsta árið.

Screen Shot 2018-01-31 at 13.58.30

 

 

Þegar ég var ólétt fór ég að svipast um eftir bók eins og þessari, þar sem hægt væri að skjalfesta minningar um barnið og meðgönguna. Flestar bækurnar sem ég sá fannst mér helst hafa þann galla að vera ekkert sérlega fallegar en mig langaði að geta stillt bókinni jafnvel upp inni í herbergi barnsins. Þegar ég fór að leita betur fann ég þokkalega stílhreinar og fallegar bækur t.d. í Petit og á fleiri stöðum þar sem má finna fallegt barnadót. EN þær fallegu bækur sem ég fann voru allar á ensku og mig langaði ekki til þess að kaupa bók á ensku um minningar barnsins míns, það væri svolítið úr takti við mitt íslenska hjarta.

von 2

Mér finnst mikilvægt að halda í íslenskuna og mér finnst mikilvægt að styðja við þá aðila sem leggja sig fram við að framleiða efni á íslensku, af hvaða tagi sem er. Hvort sem það er leikrit, barnaefni, tónlist, bók eða bara hvað sem er.

von 4

Þegar ég fékk svo boð í útgáfupartí hjá Von verslun gafst mér tækifæri á að skoða þessa virkilega fallegu bók sem þær Olga og Eyrún lögðu gríðarlega mikla vinnu í að búa til. Þegar ég rak svo augun í orðið Steypiboð í stað þess að sletta orðinu Babyshower gat ég ekki annað en skellt mér á eitt eintak. Stelpurnar hafa lagt mikinn metnað í að gera bókina vandaða og ekki síst mjög veglega. Kápan er bólstruð og hólf fyrir mynd af barninu, blaðsíðurnar eru þykkar og teikningar og allur texti vandaður og fallegur.

von 3

Mig langar til að hrósa Von verslun fyrir fallega útkomu á bókinni Minningar – fyrsta ár barnsins og þakka stúlkunum fyrir að þora að taka skrefið og leggja móðurmálinu okkar lið í leiðinni. Bókin er líka tilvalin gjöf fyrir verðandi foreldra, svo ef þú ert á leið í skírnarveislu, steypiboð eða vantar eitthvað fallegt í sængurgjöf þá er bókin tilvalin í þann pakka. Til viðbótar hafa þær líka til sölu mánaðarspjöld sem eru myndskreytt í sama stíl og bókin.

Þangað til næst <3

Undirskrift

 

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *