Ferming – hugmyndir

Litla systir mín er að fara að fermast í vor og þar sem mér finnst skemmtilegt að skipuleggja veislur hefur mamma látið mig alveg um að útfæra hennar pælingar og óskir fyrir veisluna. Þar sem það eru eflaust fleiri mæður þarna úti sem eru að fara að ferma í vor langaði mig að sýna aðeins frá undirbúningnum og deila okkar hugmyndum með öðrum sem eru í svipuðum pælingum.

 

Rosegold liturinn á hug hennar allan svo það er líklegt að það verði þemaliturinn í bland við daufbleikan lit. Við erum ekki búsettar í sama landsfjórðung svo skipulagning fer fram í nokkrum skrefum. Ali express hefur verið vandlega skoðað og við vistað það sem okkur finnst áhugavert, ásamt því að sanka að okkur krukkum og litlum hlutum í þemalitunum sem við höfum rekist á síðan í haust.

Systir mín hefur sterkar skoðanir á því hvernig hún vill að allt verði, hvað varðar veislu, veitingar og ekki síst klæðaburð.

 

Ég ætla að skella inn nokkrum myndum af því sem við höfum fundið en þið vitið hvernig þetta virkar, maður skoðar myndir, fær hugmyndir en kaupir ekki endilega allt (systir mín er reyndar á því að við séum að fara að kaupa allt sem við höfum séð en það eru útskýringar sem bíða mín þegar nær dregur).

 

Skreytingar:

Screen Shot 2017-11-21 at 16.52.23 Screen Shot 2017-11-21 at 16.50.50 Screen Shot 2017-11-21 at 16.49.53

Screen Shot 2017-11-20 at 15.53.23

Screen Shot 2017-11-20 at 15.53.01

Screen Shot 2017-11-20 at 15.52.34

Screen Shot 2017-11-20 at 15.52.14

Ferming 9

Ferming 4

Ferming 5

Ferming 7

Ferming 3

Ferming 1

Kerti Linda

Kertið og gestabókin er frá Lindu Óla.

Fatnaður:

Óskir voru um fölbleikan/rosegold kjól eða samfesting.
Erfiðara reyndist að finna samfesting í þessum lit en við höfum enn ekki gefist upp á leitinni.

föt 7

föt 5

föt 4 Föt 3

föt 2 Föt 1

Skór:

Hælaskó vill hún ekki heyra minnst á, hún vill vera í flatbotna strigaskóm helst við kjólinn… þá fær hún það 🙂

skór 1

skór 2

skór 7 skór 6

skór 4

skór 3

skór8

Við systur erum opnar fyrir öllum hugmyndum svo ef þú ert í svipuðum pælingum eða lumar á einhverju fallegu sem gæti nýst okkur væri gaman að þú sendir okkur línu hér að neðan ??

Þangað til næst <3

Undirskrift

Facebook Comments