Baðherbergis inspó og fyrir myndir

20170805_120137

20170805_145559

Þetta er baðherbergið okkar. Eða, annað af því – hitt er minna, og já. Það er hægt.

Baðkarið þarna inni var ónýtt þegar við fluttum inn svo við erum búin að vera fara í sturtu heima hjá mömmu og pabba síðan. Tryggvi tók sig svo til um versló og braut baðkarið í burtu og núna þurfum við að reyna að gera baðherbergið upp. Við erum eiginlega búin að snúast í marga marga hringi með það hvernig við eigum að gera þetta, plássið frá vaskinum og að vegg er aðeins um 70cm svo það er ekki mikið pláss sem við höfum fyrir sturtu/bað. Innileg fyrirlitning mín á baðkörum hinsvegar er held ég búin að ákveða þetta fyrir okkur og erum við frekar spennt fyrir steyptri sturtu og gleri fyrir.

Allar innréttingar, vaskur og blöndunartæki eru líka orðin ótrúlega gömul og illa farin og á veggnum sem ekki sést er ein skrýtnasta hillusamstæða sem ég hef á ævinni séð þannig við höfum verið að skoða kostnaðinn við að gera bara allt baðherbergið upp. Til að plássið nýtist sem best samt þurfum við að pæla verulega í þessu. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða hafið tekið lítil baðherbergi í gegn megiði endilega skjóta á mig hugmyndum. En þetta er set-upið sem við erum spenntust fyrir;

af8dc1b0deece69458d946837ab057f4

Þetta er svipuð uppsetning og er núna, með glugga og hvar klósettið er staðsett. Við erum líka ótrulega hrifin afþví að hafa dökkt gólf inná baði (sem er andstæðan við það sem verður frammi, verðum með hvíttað parket frammi og mikið af dökkum veggjum/húsgögnum) og ljósa veggi en samt svart í bland.

469006a614300ade815ea252629c1c87

Ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af því að hafa hringlaga spegil inná baði. Þó þetta sé ekki litavalið sem við myndum nota eða bað þá finnst mér samt hvernig klósettið og klósettkassinn er sett upp mjög flott, þá fær maður líka þessa “hillu” fyrir ofan vaskinn.

f836770730cd4a76a68c6ffccbda4865

Sturtan er það sem við pælum mest í, við viljum bæði hafa “walk in” sturtu sem er eins rúmgóð og rýmið býður uppá. Við myndum reyndar frekar hafa gler fyrir ofan veginn en sturtuhengi. Sturtu hengi verða svo fljótt subbuleg.

Það verður svo ótrúlega gaman að sýna ykkur loka útkomuna!
Þangað til næst

Ingibjörg.jpg

 

Facebook Comments

1 Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *