Uppáhalds snyrtivörurnar mínar

Eins og er þá eru þetta uppáhalds vörurnar í snyrtibuddunni hjá mér. Svo er ég alltaf að prófa eitthvað nýtt og annahvort fýla ég það alls ekki eða elska það, þannig það er alltaf einhvað að breytast hjá mér. En þetta er allavega það sem ég fýla lang best núna.

Langar að gera smá lista hér af vörum sem ég nota alltaf daglega og svo þegar ég farða mig fyrir einhvað tilefni.

 

Ég ætla byrja bara á lista sem ég nota daglega.  Það er bara auðvelt og létt förðun til að fá smá lit í andlitið.  Ég mætti einu sinni í vinnu ómáluð sem mér finnst auðvitað allt í lagi,  en ég er með mjög hvíta húð og fæ eins og rauða deppla í andlitið og vinnufélagarnir spurðu hvort ég væri eitthvað lasin haha , mér fannst það mjög fyndið, en annars hendum okkur í þennan lista.

 

Ég byrja alltaf að þrífa á mér andlitið með blautum þvottapoka og set svo á mig dagkrem.  Síðan nota ég primer og fer svo í þessa rútinu –

 1. Temptu hyljari – Nota hann bæði dagsdaglega og þegar ég er að farða mig aðeins meira
 2. Dipbrow frá Anastasia Beverly hills í litnum Chocolate
 3. Garnier BB krem – Gefur svo ótrúlega fallegan lit í húðina og er fullkomin fyrir létta förðun.
 4. Maybelline age rewind – Léttur og góður hyljari
 5. Stay Matte púðrið frá Rimmel í litnum Transparent
 6. Lancome Grandiose – Lengir og þykkir, fullkominn fyrir manneskjur með stutt augnhár eins og ég.
beauty blender

Beauty Blenderinn er auðvitað notaður í allt.

 

 

 

 1. Porefessional Primer frá Benefit er klárlega lang bestur.
 2. Dipbrow – Chocolate
 3. Loreal CC krem – Ég fæ mjög of svona rauða flekki á húðina og þetta tekur það alveg í burt, mæli klárlega með þessu fyrir stelpur sem eru með rautt í kinnum eða kringum nef.
 4. Studio Fix frá Mac
 5. Pro Longwear frá Mac er án efa besti hyljari sem ég hef prófað.

 

 

morphe 35w

Morphe 35W er ein af uppáhalds augnskuggapallettunum mínu

maybelline

Svo nota ég þessa frá Maybelline mjög mikið.

 1. Ég elska elska þetta Countour kit frá Nyx
 2. Hoola Bronzer frá Benefit
 3. Laura Mercier Translucent Powder er klárlega uppáhalds setting púðrið mitt þessa dagana

milani

Kinnalitur frá Milani- Luminoso

 

 1. Telescopic maskarinn frá Loreal er æði
 2. Velved Teddy frá Mac er uppáhalds og verður alltaf uppáhalds – Fullkomin litur fyrir alla
 3. Fix+ frá mac

 

Þá eru allar uppáhalds snyrtivörurnar mínar komnar í eitt blogg,ég held ég sé ekki að gleyma neinu.  En eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er ég alltaf að finna mér nýtt uppáhald og ég er dugleg að sýna það á snapchat ef það eru eitthverjar vörur sem ég fýla mjög vel.

 

*Þangað til næst*

 

hilduryr

 

Þið finnið mig á Snapchat og instagram:hilduryrolafs

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *