[Comfort Zone]

Fyrir nokkrum vikum síðan var ég alveg komin með nóg af húðinni minni. Hún var öll stífluð, feit og endalausar bólur að koma, og versti parturinn voru fílapenslarnir á nefinu á mér. Ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið eðlilegt, ég fór að skoða í kringum mig og sjá hvaða húðvörur gætu hentað mér og datt ég þá inná [Comfort Zone] vörurnar. Ég ákvað að prófa senda fyrirspurn um vörurnar og hvernig þær hefðu reynst fólki en þær hafa alveg brillerað hjá fólki með húðvandamál.

Ég skellti mér til hennar Hildar sem er snyrtifræðingur og fékk álit hjá henni hvað hentaði minni húð best.  Ég var búin að seigja henni nokkurnvegin hvernig húðgerð ég væri með og hélt ég allan tíman að ég væri með blandaða húð, þá s.s feitt T-svæði og þurr á hinum svæðum,  það er búið að ráðleggja mér í mörg ár að ég sé með blandaða húð, á eigilega öllum stöðum sem ég hef farið á og spurt útí hana. En heldur betur ekki, ég er semsagt búin að nota rangar húðvörur í mörg ár og ekki skrítið að húðin á mér sé svona svakalega stífluð og skrítin.

 

Hildur hjá Comfort Zone skoðaði húðina á mér vel þegar ég mætti á svæðið og segir mér að ég sé með fíngerða og viðkvæma húð með yfirborðs þurrk og hún skipti nánast út öllum vörunum sem hún var búin að velja fyrir mig þar sem ég hélt (og sagði henni) að ég væri með feita húð.  Hún leiðbeindi mér hvernig ég ætti að þrífa húðina mína og er ég búin að fara eftir hennar ráðum í nokkrar vikur núna og ég sé svakalegan mun eftir að ég byrjaði að nota réttar vörur sem henta mér.

 

IMG_0830

 

Í pakkanum sem ég fékk frá Comfort Zone var:

Essential Milk:

Hreinsimjólk sem fjarlægir farða, mengun, ryk og umfram fitu af húðinni. Ég nota mjólkina kvölds og morgna, hvort sem ég er með farða eða ekki. Það er mjög mikilvægt að hreinsa húðina á hverjum degi og hreinsa burt allskonar viðbjóð sem hefur safnast á andlitinu á okkur yfir daginn. Það að þrífa húðina á morgnana er mjög mikilvægt þar sem húðinn hreinsar sig sjálfkrafa á næturnar og ýtir út óhreinindum og þess vegna er algjört lykilatriði að hreinsa með góðri hreinsimjólk þegar þú vaknar.

 

Hydramemory Cream:

Rakakrem sem nærir húðina vel og gefur henni nauðsynilegan raka. Ég nota þetta krem bæði kvölds og morgna og þetta hefur verið undrakrem fyrir mig. Ég er með rosalega þurra húð, og sérstaklega þegar það er farið að kólna svona svakalega úti. Húðin mín er ekki gerð fyrir svona kulda og hentar þetta krem mjög vel fyrir mig, gefur svakalega góðan raka og húðin alltaf silkimjúk.

 

Essential Peeling:

Djúphreinsir sem fjarlægir dauðar húðfrumur og endurnýjar húðina á mildan hátt . Það er bæðið hægt að fá með kornum (Essential scrub) og án korna (Essential Peeling). Ég fékk mér án korna þar sem ég er með viðkvæma húð og á auðvelt með að fá háræðaslit í kringum nefið sérstaklega og þá er ekki ráðlagt að nota skrúbb með kornum. Djúphreinsinn nota ég 2x í viku og húðin verður svo mjúk eftir að ég er búin að skrúbba mig með honum.

 

Hydramemory Mask:

Rakamaski sem djúpnærir húðina og gefur henni mikin og góðan raka.  Ég nota rakamaskan 2x í viku og þá eftir að ég er búin að djúphreinsa hana. Ég sef með hann yfir nótt og hreinsa svo daginn eftir,  það er alveg óhætt að sofa með hann.  Húðin verður svo svakalega mjúk og þetta hentar svo vel í þessum kulda.

 

Tranquility blend:

Ilmurinn er hjarta [Comfort zone] og er róandi, slakandi og veitir andlega og líkamlega vellíðan.  Ég get alveg staðfest það að þessi ilmur virkar mjög vel,  á hverju kvöldi set ég hann á “púlsinn” á höndum og ég finn bara hversu vel ég slaka á og það skemmir ekki fyrir hvað er ótrúlega góð lykt af honum, ég væri alveg til í að setja hana á mig bara yfir daginn fyrir ilmvatn haha, held það yrði samt soldið mikið. Ég set stundum smá á strákinn minn áður en hann fer að sofa og hann sefur svo ótrúlega vel og ég líka.

 

Ég tók fyrir og eftir myndir, þá sést hversu mikil breyting er á húðinni á mér á þessum nokkru vikum.

1

Fyrir: Þessi mynd er tekinn sama dag og ég fékk vörurnar, húðin mín var orðin virkilega slæm og mikið af bólum. Ég var búin að prófa alls konar krem, maska, húðhreinsun og ekkert skilaði árangri.

IMG_1507IMG_1506

Eftir: Ég er ekki enþá hætt að vinna í húðinni minni en það er svakalegur munur á þessum nokkrum vikum eftir að ég byrjaði að nota vörurnar. Eins og þið sjáið hér á myndunum þá er húðin mín ekki eins slæm, ekki eins mikið af bólum og hún er í fullkomnu standi, ég s.s. þríf húðina á mér, kvölds- og morgna, nota svo skrúbbinn og rakamaskan 2x í viku. Ég hef alltaf verið með svakalega rauða húð og það má ekki koma smá álag á húðina þá fæ ég roða í húðina.

Ég mun klárlega halda áfram að nota Comfort Zone vörurnar og hlakka til að sjá meiri árangur !

 

Vissu þið að allar [Comfort Zone] vörurnar eru án silíkons, parabena, jarðfituefna, gervilitarefna og dýraafurða. Allar snyrtivörurnar eru vegan og cruelty free.

Ef við hugsum vel um húðina okkar þá líður okkur vel, húðin endurspeglar heilbrigði okkar og líkamlegt ástand.

 

Comfort Zone eru hágæða vörur sem eru einungis fáanlegar á snyrtistofum og þið getið séð sölustaði HÉR á facebook síðu Comfort Zone, þar geti þið líka séð fleiri vörur frá þessu merki.  HÉR er svo facebook síða Comfort Zone á íslandi.

Einnig er boðið uppá margar meðferðir fyrir flestar húðgerðið og húðástand.

 

*Þangað til næst*

hilduryr

Getið fylgst með mér á instagram: hilduryrolafs og snapchat:hilduryr

 

Höfundur fékk vörurnar að gjöf til að prófa
Facebook Comments