Heimagert baðsalt

Fyrir jól þá gerði ég þetta baðsalt á snappinu okkar,  ég ákvað á hverjum sunnudegi að gera eitthvað heimagert framm að jólum og varð það mjög vinsæll liður á snappinu, þannig aldrei að vita að ég hef það einu sinni í mánuði á snappinu.  Þegar ég gerði baðsaltið varð það mjög vinsælt,  líka ekki skrítið þar sem þetta er ótrúlega flott og falleg gjöf.  Það þarf ekki bara gefa baðsalt í jólagjöf,  líka hægt að gera það fyrir sjálfan sig eða gefa í afmælisgjöf,vinkonugjöf eða bara hvað sem er.

 

Þar sem margir spurðu mig um uppskrift aftur af baðsaltinu þá ætla ég bara skella því hér inn og þá er alltaf hægt að nálgæst uppskriftina.

Ég kaupi alltaf epsom salt í heilsuhúsinu og nota það, það er magnesium í því salti og mjög gott fyrir liði og róandi. Það kostar um 2500 kr og dugar alveg í nokkrar uppskriftir.  En ef þú ætlar bara að gera þetta sem ódýrast þá er einnig hægt að nota gróft matarsalt sem fæst í öllum matvöruverslunum.

 

Uppskrift af heimagerðu baðsalti:

  • 500 gr epsom salt eða gróft matarsalt.
  • 5 dropar ilmolía- Ég notaði Lavander en þaðer  hægt að nota hvaða lykt sem er.
  • 1 msk oliviu olía eða kókosolía (bræðið kókosolíuna)
  • oggupons af matarlit- má sleppa (en gerir baðsaltið svo fallegt)

img_9889

 

Svo er ótrúlega flott að finna fallega krukku og annahvort setja borða eða bara skreyta eins og þú vilt.

img_9887

img_9886

*þangað til næst*

 

hilduryr

 

 

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *