Flókasprey frá Childs Farm

Eins og þið hafið öruglega tekið eftir þá elska ég allar vörurnar frá Childs Farm.  Ég skrifaði færslu um allar vörurnar sem ég hef prófað í þessari færslu – Childs Farm húðvörur fyrir börn.

Í þessari færslu langar mér að tala um Hair Detangler-Flókaspreyjið frá þeim, Viktor Óli er með mjög þunnt hár og það á auðvelt með að verða flókið á hnakkanum.  Shampóið frá þeim hefur verið mjög gott fyrir hárið hans og heldur því mjúku og góðu en hefur ekki alveg náð þessum mikla flóka sem myndast.  Ég hef heyrt ótrúlega flotta hluti um þetta flókasprey og ákvað að kaupa það þegar ég stoppaði í apóteki um daginn.

september-2016-calendar

Það sem er hægt að seigja sprey er bara VÁ ! Ég spreyjaði smá í hárið á honum og greiddi í gegn og flækjurnar voru einga stund að fara. Ég var eigilega bara í sjokki hvað þær voru fljótar að fara úr, því ég hef oft reynt að greiða í gegnum þetta með smá vatni og það er svo rosalega erfitt.  Það sem bætir þetta sprey líka að það er ótrúlega góð greipávaxta lykt af því og öll innihaldsefni eru auðvitað nátturuleg, eins og allt frá Childs Farm.

Núna er að ganga lús , eða núna?  haha það er alltaf að ganga lús allstaðar- í leikskólun og skólum.  Í þessu spreyji er nátturuleg tee tree olía sem hindrar fyrir lús.  Hversu frábært ?  Ég mæli allavega svakalega með þessu spreyji og ef þú ert í vandræðum með flóka eða já villt koma í veg fyrir lús þá skaltu skella þér í næsta sölustað og fá þér svona sprey.

færslan er ekki kostuð-höfundur keypti vöruna sjálfur.
Hægt er að fá flókaspreyjið í öllum helstu apótekjum.

*Þangað til næst*

hildur

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *