BBQ kjúklingaréttur.

Þessi kjúklingaréttur er einn af mínum uppáhalds.  Ég smakkaði hann í fyrsta skipti í fermingarveislu hjá frænku minni og ég bað auðvitað strax um uppskrift, systir mömmu er algjör snillingur í eldhúsinu og hún á heiðurinn af þessum rétti.

IMG_9759

Uppskrift:

  • 5-10 kjúklingabringur (fer eftir því hvað margir eru að borða)
  • 2 dl apríkósu marmelaði
  • 2 dl BBQ Honey Mustard
  • 1 dl Soy Sauce
  • 2 msk púðursykur (má sleppa)
  • 50 gr Smjör
  • 1-2 pelar rjómi (ég nota bara 1)

Kjúklingabringur skornar í bita og létt steikt. Sett í eldfast mót.

Aprikósu marmelaði,BBq,Soy sauce,púðursykur,smjör og rjómi hitað allt saman í potti og helt yfir kjúklinginn og inní ofn á 180 gráður í 30-35 mín.

 

Gott er að hafa hrísgrjón með þessum rétt og sósan er það góð að ég gæti borðað bara hrísgrjón og sósuna saman haha.  Eggert biður alltaf um þennan rétt þegar hann kemur heim af sjó og hann dýrkar þennan kjúklingarétt.

IMG_9757

 

Endilega prófið þennan rétt og væri til í að heyra ykkar skoðun á honum <3

kveðja.

hilduryr

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *