Vöruna fékk ég að gjöf óháð umfjöllun
Ég var svo heppin að fá smá sendingu um daginn, en í sendingunni leyndist glæsilegt jóladagatal frá Balmain Hair.
Balmain er mögulega betur þekkt sem risastórt tískuhús en fyrirtækið hefur verið að hasla sér völl á hárvörumarkaðinum líka. Í ár tók tískurisinn saman sínar bestu hárvörur og gaf út, í takmörkuðu upplagi, þetta stórglæsilega aðventudagatal.
Dagatalið er vægast sagt lúxus dagatal, en það inniheldur 10 vörur sem eru hver annari fegurri.
En dagatalið inniheldur:
Leave In Hárnæringu – 200 ml
Hárbursta
Lítið handklæði
Travel size rakagefandi sjampó – 50 ml
Trave size argan olíu
Hártegju gull-merkta Balmain
Gyltan spegil
Repair Mask – 200 ml
Travel size rakagefandi næringu – 50 ml
Texturing Salt Spray – 200 ml
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér þetta glæsilega dagatal en það kom í takmörkuðu upplagi til landsins og fer sá lager alveg að klárast. Inn á Facebook-síðu Balmain Hair á Íslandi má finna lista yfir þá sölustaði þar sem dagatalið er að finna.
Get ekki beðið eftir að opna mitt og prufa vörurnar. Getið fylgst með á instagraminu mínu – hildurhlin