Frábær maskatvenna frá Lanôme

Vörurnar fékk ég að gjöf óháð umfjöllun.

Held ég hafi talað um það nokkrum sinnum áður hvað ég sé hrifin af vörunum frá Lanôme, en ég hef notað þær mjög mikið í gegnum árin. Um daginn fékk ég fallega gjöf sem innihélt einmitt nýjar viðbætur við Energie de Vie línuna þeirra. Ég hef áður fjallað aðeins Energie de vie línuna en hægt er að lesa um þær hér. Gjöfin sem ég fékk að þessu sinni innihélt tvo maska og augnkrem, en þessar vörur eru mínar allra uppáhalds húðvörur þessa dagana.

Fyrri maskinn kallast The Illuminating & purifying exfoliant mask, en hann er grófkorna maski sem djúpheinsar húðina alveg einstaklega vel, ásamt því að vera mjög rakagefandi. Best er að bera maskann á sig og leyfa honum að bíða í u.þ.b. þrjár mínútur. Að þeim tíma liðnum nuddar maður hann af með vatni og hringlaga hreyfingum, en við það hreinsar maður húðina enn dýpra og gefur yfirborðinu sléttari áferð. Eftir að maður er búinn að nota kornamaksann setur maður á sig The stay flawless detox maskann. Detox maskinn er mjúkur og kremkendur leir maski sem sogar upp óhreinindi í húðinni á áhrifaríkan hátt og slípar húðina ásamt því að veita henni fallegan ljóma. Ég bar þennan maska á mig með flötum bursta og leyfði honum að vera á í 5 mínútur áður en ég hreinsaði hann af með volgu vatni og klút.

 

 

Þessi maskatvenna er mjög öflug og fann ég það strax hversu vel þeir hreinsuðu húðina mína og fá þeir topp einkunn frá mér. Mæli einstaklega vel með þeim ef maður ætlar að hreinsa húðina vel fyrir mikla förðun, þar sem að yfirborð húðarinnar verður mjög slétt og ferskt.

 

 

Önnur ný vara úr Engergie de vie línunni er The Illuminating & anti-fatigue cooling eye gel.  Þetta augngel er vægast sagt alveg frábært, en það inniheldur rakagefandi og kælandi gelblöndu sem ásamt kælikúlunum draga verulega úr baugum og þrota á augnsvæðinu. Hægt er að nota þetta gel bæði kvölds og morgna en það frískar verulega upp á þreytt augu.

Vörurnar frá  Lanôme er hægt að nálgast í verslunum Hagkaups sem og flestum apótekum víðs vegar um landið.

 

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *