DIY – Rólusett gert upp

Fyrir rétt tæpu ári keyptum við Halldór okkur hús hér í Njarðvík. Í sumar erum við búin að vera að spá mikið í garðinum okkar en hann þarf smá viðhald, breytingu og bara heildar útlit. Það hefur ekki verið mikið gert í garðinum síðustu ár, frekar mikil órækt og garðurinn sjálfur frekar fátæklegur. Halldór er með hugmyndir um hænsnakofa, bílabraut, grillpitt og eitthvað í þá áttina, en ég er með aðeins minna róttækari hugmyndir.

Í garðinum er smá leiksvæði sem nýtist Fannari okkar vel, eitt rólustæði og hin fínasti sandkassi (sem reyndar þarf smá upplífgun). Rólustæðið var í ansi mikilli niðurníðslu, málningin öll byrjuð að flagna, ryðblettir byrjaðir að myndast og rólusetan slitin. Mig langaði strax að reyna að lífga aðeins upp á þetta rólusett og fór á stúfana til að finna út hvað hægt væri að gera.

Rólan fyrir breytingu

Við byrjuðum á að slípa aðeins yfir járnið og slétta þar sem málningin var byrjuð að flagna. Því næst notuðum við svarta Hamred málningu (fæst í Byko) og máluðum yfir allt rólusettið. Hamred málningin er æðisleg á járn, en hana er hægt að mála beint á járnið án þess að grunna og hún er einnig með ryðvörn þannig að ryð á ekki að komast í gegn.

Þegar settið var orðið klárt, ný málað og fallegt, settum við upp nýjar rólusetur sem við fengum hjá Krumma. Við ákváðum að setja seturnar í sitthvora hæðina, aðra lága fyrir Fannar og hina aðeins hærri fyrir aðra krakka (eeheemm eða þið vitið –  okkur 😉 )

 

Rólan eftir breytingu

Ég er alveg hrikalega sátt með útkomuna og glöð með hvað auðveld og ódýr breyting getur gert mikið.

 

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *