Brúðkaupsdagurinn 11.08.18

Þann 11. ágúst s.l. gengum við Halldór loksins í það heilaga, eftir 19 ára bið! Dagurinn var vægast sagt magnaður frá upphafi til enda, gekk eins og í sögu og er án efa einn skemmtilegasti dagur sem ég hef upplifað.

Það var alveg yndislegt að sjá og finna hvað allir samglöddust okkur og þótti gaman. Takk allir sem komu og glöddust með okkur, takk allir sem sendu okkur kveðjur og takk allir sem hjálpuðu okkar, án ykkar hefði þetta ekki heppnast svona vel. Það sem við erum heppin með fólkið í kringum okkur.

 

Hér koma nokkrar svipmyndir frá deginum en ítarlegri brúðkaupsfærsla er væntanlegt þar sem ég tek öll smáatriðin fyrir 😉

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gunnar Jónatansson tók myndirnar en hann fylgdi okkur allan daginn, alveg frá morgni fram að fyrsta dans í veislunni. Hann tók einnig alla athöfnina og huta af veislunni upp á video. Þvílíkur fagmaður sem hann er, en hann var búinn að skila okkur video samantekt af deginum áður en brúðkaupsdagurinn var liðinn. Hann er með einstaklega góða nærveru og veit upp á hár hvað hann er að gera, mæli hiklaust með honum ef þið eruð í brúðkaupshugleiðingum.  Þið getið skoðað síðuna hans hér -> Ljósmyndir og myndbönd.

 

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *