Brúðarkjóllinn

Ég leitaði lengi að hinum fullkomna brúðarkjól fyrir mig, en ég vissi í raun ekki alveg hvað ég vildi. Ég hafði nokkrar hugmyndir og vissi að ég vildi síðan kjól, en liturinn skipti svo sem ekki öllu máli. Upphaflega var ég að leita af vínrauðum kjól, sem breyttist svo í leit af kampavínslituðum en endaði svo í leit á hvítum.

Ég er frekar mikil plus size pía og vissi frá upphafi það það gæti reynst smá erfitt að finna hin fullkomna kjól þar sem að flestir kjólar koma bara í ákveðnum stærðum sem henta mínu vaxtarlagi ekki.

Í febrúar fór ég í mátun hjá Brúðarkjólaleigu Katrínar og mátaði snið og kjóla hjá þeim og sá einn sem mér leist ansi vel á, en hefði þurft að sérpanta hann og hann var talsvert dýr þannig að ég ákvað að leita hvort ég fyndi mögulega eitthvað annað.

Ég leitaði lengi vel á netinu í von um að ég fyndi kjól í minni stærð sem svipaði til þessa sem ég hafði mátað. Eftir að hafa leitað í dágóðan tíma og ekkert fundið, þá dúkkaði allt í einu upp síða á Instagraminu mínu frá fyrirtæki sem heitir Cocomelody, en það fyrirtæki sérhæfir sig í brúðarkjólum fyrir plus size konur. Ég hafði leitað lengi eftir kjól drauma minna (ég var samt aldrei viss í raun hvernig hann ætti að vera) og fann hann þar. Ég var smá efins um að panta kjól an þess að fá að sjá hann með eigin augum áður, en kjólinn þurfti ég að láta sérsauma úti í Kína. Ég rannsakaði fyrirtækið mjög vel áður en ég pantaði því mig langaði ekki að lenda í því sem svo margar lenda því miður í, að fá rangan kjól sem passar ekki. Ég var í miklum samskiptum við þjónustudeildina hjá fyrirtækinu og þurfti að senda þeim málin mín a.m.k. 4 sinnum til að staðfesta og þurfti að mæla nánast allt á mér, sem og að senda myndir, en það skilaði sér vel því kjóllinn kom 40 dögum seinna svo fullkominn að ég þurfti ekki einu sinni að láta laga hann. Það fannst mér alveg magnað.

Ég keypti svo blúndustykkið sem ég var í yfir hjá brúðarkjólaleigu Katrínar, en mér fannst það gefa kjólum enn skemmtilegra yfirbragð og klæða mig betur. Ég keypti einnig slörið og undirpilsið hjá þeim.

Ég hreinlega dýrka kjólinn minn. Hann var ótrúlega þægilegur þrátt fyrir að vera mjög þungur og mikill. Hann var nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann og ég hefði ekki trúað því í upphafi þessa ferlis, að finna sér draumakjólinn, að ég myndi finna hann.

 

 

 

Ég mæli hiklaust með þeim hjá Cocomelody, sérstaklega fyrir ykkur plus size brúðir og þær sem eiga í vandræðum með að finna draumakjólinn.

 

 

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *