Brúðargreiðslan

Þessi færsla er unnin í samstarfi

 

Mig langaði aðeins að sýna ykkur betur brúðargreiðsluna mína, en ég fékk hann Hermann Óla eiganda Modus hárstofu (harvorur.is) til þess að sjá um hárið fyrir brúðkaupið. Ég hafði alltaf séð fyrir mér látlausa brúðargreiðslu þar sem síða hárið mitt fengi að njóta sín. Ég var búin að vafra lengi um Pinterest þegar ég fann greiðslu nánast eins og ég hafði í huga, krullur, fléttur og svo hárskraut.

Ég fór í prufugreiðslu til Hemma u.þ.b. tveim vikum fyrir brúðkaup, þar sem ég sýndi honum myndina og sagði honum frá hvað ég væri að hugsa. Hann fullkomnaði fyrst litinn á hárinu mínu með fallegum ljósum strípum og prufaði svo að greiða mér svipað því sem myndin sýndi. Greiðslan sem hann gerði var alveg fullkomin og nákvæmlega eins og ég vildi hafa hana, en ég vildi auka krullurnar m.v. myndina af Pinterest og hafa lausa lokka við andlitið þar sem að mér finnst það fara mér betur heldur en að hafa þá uppsetta. Ég var líka ákveðin í því að hafa skrautið í mínu hári talsvert stærra og meira (já því þið vitið, ég elska glys og glam).

Nýbúin í litun, 4 dögum fyrir brúðkaup 🙂

Á stóra deginum mætti Hemmi heim til þess að greiða mér og tókst greiðslan alveg einstaklega vel, krullurnar stórar og miklar, flétturnar fullkomnar og skrautið svo fast að það var vírað niður við hárið mitt og haggaðist ekki allan daginn.

Ég dáist enn af greiðslunni minni því hún var nákvæmlega eins og ég vildi hafa hana. Látlaus og falleg.

Ef ykkur vantar hársnilling í brúðargreiðslu, litun eða klippingu þá mæli ég klárlega með honum Hemma mínum, en hægt er að finna hann á Modus hárstofu í Smáralindinni.

 

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *