Bestu snyrtivörudagatölin 2018

Um daginn datt inn auglýsing á Facebook-ið mitt um ASOS snyrtivörudagatalið. Ég einhvern veginn gat ekki látið það ógert að smella á auglýsinguna. Þetta hafði þær afleiðingar í för með sér að ég er mikið búin að vera að skoða snyrtivörudagatöl upp á síðkastið. Mér fannst frekar ótrúlegt að sjá að mörg þeirra eru nú þegar orðin uppseld en einhver eru þó væntanleg aftur á næstu misserum. Ég setti hér saman smá lista með dagatölum sem ég er spennt fyrir (og eru fáanleg á Íslandi eða send til Íslands) 🙂

 

1. ASOS Beauty Advent Calendar

Þetta dagatal hefur að geyma snyrtivöruprufur frá merkjum eins og Cleanique, First Aide Beauty, Benefit, Glamglow o.fl.

 

ASOS Beauty Advent Calendar kostar £55 og fæst á asos.com (senda til Íslands)

 

 

2. The Body Shop Advent Calendar

Glæsilegu dagatölin frá Body Shop koma í 3 mismunandi stærðum, en innihalda þau öll spennandi húð-, hár- eða förðunarvörur.

Dagatölin fást í verslunum Body shop  og á bodyshop.is og kosta þau frá 13.400 – 27.900 kr.

 

 

3. L’Occitane Advent Calendar

Dakurdagatölin frá LOccitane eru glæsileg að vanda. Dagatölin koma í tveimur útgáfum, klassískri og premium.

Klassíska dagatalið kostar 6.850 kr og Premium dagatalið 13.850. Hægt er að nálgast dagatölin í verslunum L’Occitane í Kringlunni.

4. Lancome 2018 Advent Calendar

Teljum niður dagana með hágæða vörum frá Lancome, allar uppáhalds vörurnar frá Lamcome í fallegu dagatali.

Lancome dagatalið verður ekki fáanlegt á Íslandi, en hægt er að nálgast það fyrir £90 á feelunique.com

 

 

5. MAC Advent Calendar

MAC dagatalið þarf vart að kynna en það er sneisafullt af veglegum MAC vörum, augnhár, varalitir, gloss, prep + prime – nefndu það, það er í dagatalinu!

Dagatalið kostar £125 og fæst á lookfantastic.com (það er uppselt í augnablikinu en væntanlegt von bráðar – hægt er að skrá sig á biðlista)

 

 

6.NYX Advent Calendar

Þetta dagatal hefur að geyma 24 prufur af vinsælustu vörum NYX, glossar, hlighliter-ar og augnskuggar.

NYX Advent Calendar kostar £50 og fæst á asos.com og á feelunique.com (fæst einnig á nyxcosmetics.com, en þeir senda ekki til Íslands).

 

 

7. The Little Beauty Parcel frá  Feel Unique

Dagatalið frá Feel Unique er hægt að fá sem 12 daga eða 24 daga aðventudagatal. Dagatölin innihalda vörur m.a. frá Inka, First Aid Beauty, Revlon, Make up forever og Crabtree & Evelyn. 

Feelunique Advent Calendar kostar £75 (24 daga) og £32 (12 daga). Fást á feelunique.com (senda til Íslands)

 

8. Lookfantastic Advent Calendar

Look fantastic dagatalið inniheldur 25 gæðavörur frá hinum ýmsu snyrtivörumerkjum. En í dagatalinu má t.d. finna húðvörur, hárvörur ásamt snyrtivörum.

Dagatalið kostar £79 og fæst á lookfantastic.com (senda til Íslands)

 

 

 

 

 9. Maybelline Advent Calendar

Frá Maybelline kemur 12 daga dagatal, en það er fullt af þeirra vinsælustu vörum. Klárlega vörur sem gera mann alveg tilbúinn fyrir hátíðararnar.

Dagatalið kostar £49.99 og fæst á lookfantastic.com

 

 

10. Rituals The Ritual of Advent Calendar

Rituals eru með glæsilegt dagatal í ár, en undir hverjum glugga má finna hágæðavörur frá fyrirtækinu, eins og t.d húðvörur, hárvörur og kerti.

Dagatalið kostar £59.50 og fæst á feelunique.com

 

 

Það eru til heill hellingur af snyrtivörudagatölum og eru þessi tíu bara brota brot af úrvalinu. Ég valdi þessi 10 þar sem að þau heilluðu mig best, eru fáanleg á landinu eða hjá netverslunum sem senda til Íslands.

Ég festi kaup á tveimur dagatölum og kem til með að syna á instagraminu mínu hvaða dagatöl það eru, sem og hvað er í þeim dagana fyrir jól.

Endilega fylgið mér þar – hildurhlin

 

 

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *