Aftur í form eftir meðgöngu

Færslan er unnin í samstarfi við Rakel Hlyns – ÍAK styrktarþjálfara.

Ég ætla að byrja á að segja að þessi færsla varð aðeins lengri en ég ætlaði að hafa hana og ýtti mér ca 1000 skref út fyrir þægindarammann minn því hún varð mun persónulegri en ég hafði ætlað.

Það er samt kannski réttara að segja í form í fyrsta skiptið þar sem ég hef nú aldrei verið í góðu formi.

Ég verð seint talin mikill íþróttagarpur og hef hingað til gefist mjög fljótlega upp á allri hreyfingu. Ég hef reynt ýmislegt en ef það er mikið meira en að sitja í sófanum, hella mér í annað kók glas og teygja mig í meira snakk þá hreinlega var það ekki fyrir mig en eftir að Emma fæddist fór ég í mömmu leikfimi með mömmu hópnum mínum, skemmti mér mjög vel og hafði mjög gott af því að komast útúr húsi og í smá félagskap og mig langaði að gera það sama eftir að Erika fæddist, þetta snérist minna um hreyfinguna og meira um að komast útúr húsi og hitta fólk en ég einangraðist rosalega mikið á meðgöngunni og sérstaklega eftir að hún fæddist. Mér leið rosalega illa, Erika svaf lítið sem ekkert og hélt vöku fyrir öllum í húsinu með gráti og öskrum, það gat engin verið með hana nema ég, hún neitaði öllum snuddum og pelum og grét bara þangað til ég tók hana, þetta var farið að taka verulega á andlega og ég vildi helst ekkert fara með hana útúr húsi því hún grét svo mikið að ég gerði lítið annað en að sitja heima með hana í fanginu að horfa á sjónvarpið og borða, ég rosalega mikill “emotional eater” og narta mikið þegar mér leiðist þannig að matur og þá allra helst óhollur matur var gjörsamlega að taka yfir lífið mitt, ég var mjög óhamingjusöm, leið illa bæði andlega og líkamlega, hafði hvorki orku né þolinmæði til þess að hugsa um börnin mín, flestar nætur enduðu með því að ég hreinlega farin að gráta með Eriku og var bara við það að gefast upp. Í febrúar sá ég að það var verið að auglýsa crossfit mömmu tíma í Hengli í Hveragerði og ég ákvað að slá til og prófa það, þetta hjálpaði alveg helling en þetta var að sjálfsögðu engin töfralausn við öllum mínum vandamálum, ég þurfti líka að vinna í andlegu hliðinni og að læra að borða hollt.

2013 þarna var ég byrjuð að fitna.

Þetta er árið 2013, áður en ég varð ólétt af Emmu og þarna er ég búin að fitna og var á mjög slæmum stað andlega.

Í júní skráði ég mig á grunnnámskeiðið í crossfit eftir að hafa farið á 3 mömmunámskeið því þarna var ég búin að finna hreyfingu sem ég elska, já ég að elska hreyfingu er ekki eitthvað sem ég bjóst við að upplifa en hey maður breytist víst og bætist með aldrinum. Liðsheildin og samstaðan í crossfit er ótrúleg, það hvetja þig allir áfram og öllum sigrum er fagnað, hvort sem þeir eru litlir eða stórir. Crossfit er ótrúlega breytileg og það geta allir tekið þátt, hvort sem þú ert búin að stunda íþróttir alla þína ævi eða ert að stíga þín fyrstu skref í hreyfingu, þú getur alltaf aðlagað wodið að þínum þörfum.

Ég fann samt að ég var ekki að sjá nógu mikla breytingu á líkamanum eins og ég vildi og vissi að það var útaf mataræðinu, ég var lengi búin að skoða það að fara í fjarþjálfun en var ekki viss hjá hverjum ég ætti að fara, ég komst síðan að því að Rakel Hlyns væri með fjarþjálfun og þá var ég staðráðin í að fara til hennar. Hún er sjálf búin að upplifa það að þurfa að koma sér í form eftir meðgöngu og að sjálfsögðu var enn betra að hún æfir og þjálfar í Hengli og er algjör crossfit drottning.

21910047_834100923419445_8730541504759595008_n

Rakel 18 mánuðir á milli mynda, ef þið ýtið á myndina farið þið beint inná viðtal við Rakel sem pressan.is tók

20067017_1968820733392628_7344963270995869696_n

Ég hafði samband við hana í endann september og hún sendi mér spurningalista sem ég þurfti að svara og hitti hana svo 27. september og þá tókum við fyrstu mælingarnar og myndir, ég byrjaði í kjölfarið að skrifa í matardagbók allt sem ég borðaði og fékk svo æfingaprógram, við hittumst síðan 2 vikum seinna og fórum yfir matardagbókina til að ræða hvað mæti breyta og hvað ég væri að gera rétt, mældum og tókum nýjar myndir og mælingarnar komu bara þokkalega vel út, það voru nokkrir cm farnir og mataræðið var ágætt, ég hafði sjálf breytt þokkalega miklu sjálf í sambandi við matinn og það stoppaði mig rosalega mikið af í óhollustunni að þurfa að skrifa niður hvað ég borðaði. Eftir þetta sendi Rakel mér ýmsar uppskriftir af hollum mat og leiðbeiningar um það sem þurfti að breyta, það hjálpaði rosalega að hafa þetta skrifað niður svo ég myndi ekki gleyma því, ég hef rosalega lengi falið hversu mikið óhollt ég borða og átt í mjög óhollu sambandi við mat. Þegar ég var unglingur átti ég það til að borða eina mjög stóra óholla máltíð á dag og lifa restina af deginum á kóki og narti í súkkulaði eða eitthvað svoleiðis. Mér hefur alltaf fundist ég vera feit og átt erfitt með að horfa á sjálfa mig, í dag horfi ég á gamlar myndir af mér og hugsa bara hversu brengluð sjálfsmyndin mín var og er í raun enn í dag en ég er að vinna í að elska sjálfa mig á sama tíma og ég er að vinna í því að koma mér í betra líkamlegt form og það er strax farið að virka, í dag get ég staðið fyrir framan spegilinn án þess að skammast mín eða hugsa um það hversu feit ég er og stundum meira að segja poppar upp hey, þú lítur bara dullu vel út í dag! Það er eitt af því sem mér finnst svo gott við Rakel er að hún hugsar líka um að manni líði vel andlega, hún hvetur mann þvílíkt áfram og skammar mann ekki fyrir að borða einstaka sinnum eitthvað óhollt heldur hvetur hún mann frekar í að fá sér frekar eitthvað hollara og gefur manni hugmynd um eitthvað sem maður getur borðað í staðinn.

29286_402336297299_2804028_n

2010. Jújú þarna fannst mér ég vera rosalega feit.

Mig langaði rosalega til þess að blogga um ferlið mitt í fjarþjáfluninni og við Rakel tókum þá ákvörðun um að taka þetta skrefinu lengra og ég myndi byrja hjá henni í einkaþjálfun og leyfa þeim sem vilja að fylgjast með á meðan ég er að vinna í sjálfri mér, bæði andlega og líkamlega. Ég mun skrifa annað blogg seinna þar sem ég tala um hvernig mér gengur, set inn fyrir og eftir myndir og mælingar, síðan hafði ég hugsað um að opna snappið mitt og þar getið þið fengið að fylgjast með mér meira í dagsdaglegu lífi, ég myndi setja inn uppskriftir, æfingar og myndir og tala um hvernig mér líður og setja inn bæði það góða og slæma. Ég þekki sjálfa mig mjög vel og veit alveg að ég mun ekki vera 100% alltaf, ég mun stundum “svindla” á mataræðinu eða ekki nenna að mæta í ræktina en ég ætla að gera mitt allra besta og þetta hvetur mig enn meira áfram því nú er ég búin að deila þessu með heiminum og þá þýðir lítið annað en að standa sig.

22883543_10154741261420981_2018156181_o

Fyrir myndir teknar 12. okt

Mælingar.

27. sept – 12. okt – 28. okt.

Mitti : 84 – 83 – 83

Yfir nafla : 97 – 97 – 94

Mjaðmir : 99 – 96 – 94

Brjóst : 91 – 88 – 89

Rass : 111 – 110 – 107

Hendur 29/29 – 29/29 – 29/29

Ef þið viljið fylgjast með mér þá endilega addið mér á
snapchat: elisabeet23

Instagram: elisabetkristin23

Og ég mæli að sjálfsögðu hiklaust með að þið fylgist vel með Rakel, hún er algjör snillingur og bara yfirhöfuð ótrúlega fyndin og skemmtileg.

Facebook: https://www.facebook.com/rakelhlynscoach/

Snapchat: rallatips

instagram: rakelhlynscoach

Elisabet

Facebook Comments
Share: