Halloween

Október, elsku október.

Október færir okkur Halloween og ég elska Halloween, farðanirnar og búningarnar. Ég myndi segja að ég eyði góðum 2-3 mánuðum í að skoða halloween farðanir og búninga, mér finnst þetta bara svo ótrúlega skemmtilegt og ekki skemmir fyrir hvað ég elska sfx farðanir og förðun almennt, þó svo ég hafi lítið verið að sinna því áhugamáli eftir að stelpurnar fæddust þar sem það hefur verið lítill tími fyrir það en uppá síðkastið hefur áhuginn minn fyrir förðun verið að læðast aðeins upp aftur og ég hef aðeins verið að gefa mér meiri tíma í að dunda mér við það en nóg um það, í þessari færslu ætla ég að deila aðeins með ykkur nokkrum förðunum sem ég er spennt fyrir ásamt nokkrum af uppáhalds sfx youtube rásunum mínum. Mæli með að allir taki þátt í hátíðarhöldunum í ár og fari all in í búningunum.

Pennywise – It.

Mykie sem er með youtube rásina Glam&Gore gerði þessa “glammed” útgáfu af Pennywise. Glam&Gore er ein af mínum allra uppáhalds sfx förðunarfræðingum og einnig ein af þeim fyrstu sem ég fór að fylgja á youtube, hún vann NYX face awards árið 2015 og eins og nafnið gefur til kynna þá gerir hún bæði glam og gore farðanir, það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni því hún er bæði massívt klár í því sem hún gerir og ótrúlega skemmtilegur persónuleiki.

maxresdefault

 Ryuk – Death Note.

Elli sem er ein af þeim sem er með youtube rásina Ellimacs sfx makeup er líka ein af mínum uppáhalds, hún vann NYX nordics face awards 2016 og gerir ótrúlega skemmtilegar sfx farðanir.

DIlyM5_XoAATIkr

Bloody Mary.

Alexa Flemings er ótrúlega flottur bodypainter, hún er betur þekkt sem Madeyewlook og hún gerir allt frá ofurhetjum og vondu köllum útí það að breyta sér í jólatré og gamla konu.

maxresdefault (1)

Farðanirnar hérna fyrir ofan finnið þið allar á youtube en myndirnar hérna fyrir neðan eru flestar teknar af pinterest.

38ac2df2452f46d58dc5db05eaad6bf9

045c8854e5e68ac3ea881c7111817b00

2700d4e1822821558b76a0af45c6b12e

58624e23d7547badced50b7aba60f91a

9015334f46ff8d234dc969375e89e8e6

3e4372ff6b9c42b4b002db5b0cdf7f9b

maxresdefault (2)

Vonandi veitir þetta ykkur smá innblástur.

Gleðilegan Halloween mánuð elskurnar.

Elisabet

Facebook Comments
Share: