Uppáhalds þættirnir í fæðingarorlofinu

Þar sem ég eignaðist tvo börn með frekar stuttu millibilli þá er ég búin að finna ansi mikið fyrir því hvað manni getur leiðst alveg hryllilega í fæðingarorlofinu, en ég var heima með Emmu í 11 mánuði, vann síðan í 7 mánuði og er búin að vera heima núna síðan í maí í fyrra eða í 15 mánuði. Ég þurfti að hætta að vinna þegar ég var komin 6 mánuði á leið með Eriku vegna grindargliðnunar og ógleðis og gat lítið annað gert en að sitja í sófanum og horfa á sjónvarpið á daginn. Ég er búin að horfa á slatta af sjónvarpsefni síðustu 3 árin og ákvað að taka saman nokkrar af mínum uppáhalds þátta seríum og vona að það nýtist mögulega fyrir einhverja sem vantar eitthvað nýtt til að horfa á.

The Fosters.

Drama þættir um fjölskyldu sem samanstendur af samkynhneigðum foreldrum, ættleiddum tvíburum, systkynum í fóstri og blóð/stjúpsyni. Í þáttunum er einnig fjallað mikið um kynhneigð, transfólk og fóstur kerfið í Bandaríkjunum.

Blood.Drive_.S01E01.HDTV_.x264-FLEETeztv.jpg

Switched at birth.

Drama þættir um tvær unglings stelpur sem voru sendar heim með vitlausri fjölskyldu af spítalanum eftir fæðingu, önnur elst upp með ríkri fjölskyldu á meðan hinn elst upp með einstæðri móður og er heyrnalaus.

c974364b-bfc3-4ee0-8abe-b001a1240566

Grimm.

Drama/fantasy þættir um lögreglumanninn Nick Burkhardt sem kemst að því að hann er afkomandi yfirnáttúrlegra veiðimanna sem vernda mannfólkið.

GrimmNoticia15

Grey’s anatomy.

Drama þættir um hóp lækna á spítala í Seattle.

Younger.

Grín/drama þættir um fertugu konuna Liza Miller sem þykist vera 26 ára til þess að fá nýja vinnu.

The Mist.

Hryllings/drama þættir sem eru endurgerð af mynd sem er skrifuð eftir bók eftir Stephen King (bókin og myndin heita bæði The Mist líka) en óhugguleg þoka læðist yfir smábæ og bæjarbúar þurfa á berjast til að halda lífi sínu við óþekkta skrímslið í þokunni.

The_Mist_TV_Slider

The Bold type.

Grín/drama þættir um þrjár ungar konur sem vinna hjá tímaritinu Scarlett. Þættirnir eru lauslega byggðir á lífi Joanna Coles sem er ritstjóri hjá tímaritinu Cosmopolitan.

bd5217a5-2fc3-4e0b-8d9f-a866b5635882

Girlboss.

Grín þættir sem eru lauslega byggðir á því hvernig Sophia Amaruso byrjaði með netverslunina sína Nasty Gal.

girlsboss

Shameless.

Grín/drama þættir um Gallagher fjölskylduna sem býr í fátækra hverfi í Chicago.

21688.jpeg

Riverdale.

Drama þættir sem eru byggðir á persónunum í teiknimyndasögunum Archie Comics.

riverdale

Friends.

Auðvitað gat ég ekki sleppt “the Holy grail” af þáttum, ég efa að ég þurfi að segja nokkrum um hvað friends eru en í stuttu máli eru þetta grín þættir sem fjalla um hóp af vinum sem búa í New York.

0aa3afb3cbe3468fc6e43e50070b0810

Þetta eru eitthvað af þeim þáttum sem ég hef verið að horfa á nýlega. Það er svo mikið meira en ég hugsa að ég segi þetta gott núna og skelli restinni frekar í aðra færslu.

Elisabet-1.jpg

Facebook Comments
Share: