Pinterest inspó – baðherbergi

Við erum að fara að taka baðherbergið okkar í gegn á næstunni og ég er að sjálfsögðu búin að liggja á pinterest að skoða og fá hugmyndir, þó svo að við séum að gera þetta á sem stílhreinastan hátt þá er ekkert að því að láta sig dreyma.

Baðherbergið okkar er mjög lítið en það var lítið geymslu herbergi, áður en húsinu var skipt í tvær íbúðir, með veggpanil og parket á gólfinu, plássleysi og sturtu út á miðju gólfi. Ég get vægast sagt að ég geti ekki beðið eftir að þessu verði breytt. Við ætlum að rífa niður vegg til að stækka herbergið og færa hurðina til að búa meira pláss og setja bað í staðin fyrir sturtuna.

Hèrna eru nokkrar hugmyndir sem ég hef vistað á pinterest.

IMG_5753

IMG_5756

IMG_5763

IMG_5764

bað1

bað2

bað3

 Ég er ótrúlega hrifin af minímalíska skandínavíska stílnum og smáhlutum sem setja punktinn yfir i-ið og þess vegna vil ég hafa baðherbergið sjálft mjög látlaust og nota litla hluti eins og handklæði, kertastjaka og skraut til þess að poppa það upp.

Facebook Comments
Share: