Uppáhalds netverslanirnar mínar

IMG_5585

Hverjum finnst ekki æðislegt að sitja í sófanum, í náttfötunum ì smá miðnætur verslunarleiðangri? Ég er allavega sek um að gera það einstaka sinnum, sérstaklega svona í fæðingarorlofinu. Ég tók saman nokkrar af þeim erlendu netverslunum sem ég eru í uppáhaldi hjá mér, allt frá barnavörum eins og kerrum, bìlstólum, skiptitöskum og barnafötum, útí fatnað, fylgihluti og förðunarvörur.

Babyshop.com

Babyshop er með allt barnatengt sem þú getur hugsað þér. Þar er mikið af fötum og eru mörg merki og nokkur af mínum uppáhalds eins og adidas, as we grow, bang bang copenhagen, bugaboo, skiphop, Dr. Martens, huttelihut, joha og iglo+indi t.d

Kids-world.dk

Þessi sìða er í svipuðum stíl og babyshop nema ekki með kerrur og bílstóla og svoleiðis heldur einblínir mest megnis á föt og mjög mikið á ullarföt, þarna panta ég nánast öll ullarföt á stelpurnar en ég er mjög hrifin af Joha vörunum og þarna er mjög mikið úrval af þeim.

Uberkids.co.uk

Uberkids er með kerrur, bílstóla, ömmustóla, rólur, pela, pelahitara, brjóstapumpur og margt fleira. Ég mæli hiklaust með að skoða þessa síðu ef þú ert að leita af einhverjum af hlutum, þetta er mjög dýrt hérna á Íslandi og ég veit um marga sem hafa sparað sér hellings pening með því að panta af þessari síðu.

Asos.com

Asos er með fatnað, fylgihluti, skó, förðunar- og húðvörur, þar er samansafn af mörgum merkjum eins og adidas, River island, Nike, Monki og auðvitað Asos merkinu sjálfu.

Boohoo.com

Ódýr föt, skór og fylgihlutir á alla fjölskylduna.

Feelunique.com

Förðunar- og húðvörur fyrir bæði karlmenn og kvennmenn frá merkjum eins og Charlotte Tilbury, Eyelure, Glamglow, Maybelline og Origins.

Beautybay.com

Mjög svipuð og feelunique en með öðrum merkjum.

Beautyjoint.com

Eins og Feelunique og Beautybay þá er Beautyjoint með mörg merki en eru meira með ódýrari merki eins og NYX, Rimmel, Physicians formula og Wet’n’Wild, einnig er mikið af kóreskum förðunar- og húðvörum sem èg mæli mikið með að prófa.

Love-makeup.co.uk

Enn og aftur sama system og hjá hinum snyrtivöru síðunum en með öðrum merkjum.

Á öllum þessum síðum er sendingarkostnaðurinn annaðhvort frír eða frekar ódýr en munið að búast alltaf við því að þurfa borga eitthvað hjá tollinum, það er hægt að fara inná tollur.is og reikna út þar hvað þarf að borga hjá þeim.

Elisabet-1.jpg

Facebook Comments
Share: