Sólarvörn fyrir þau yngstu

 Mögulega er ein algengsta spurninginn sem ég sé eða heyri þessa dagana “Hvaða sólarvörn mæliði með fyrir börn?”

Að velja réttu vörnina getur verið flókið, sólarvörn er alveg ótrúlega mikilvæg enda margfaldast líkurnar á húðkrabbameini ef við brennum og börn eru mun líklegri til að brenna en flestir fullorðnir. Áður en Emma fæddist pældi ég ekkert í sólarvörnum, keypti bara næstu vörn sem ég fann útí apóteki sem lyktaði vel, hugsaði bara að þetta væri hvort eðer allt það sama og gleymdi yfirleitt alltaf að setja hana á mig en í dag pæli ég mikið í því hvað ég er að kaupa því ég er sko alls ekki til í að setja hvað sem er á þær systurnar og vil svo sannarlega halda þeim eins öruggum og ég get, eins og flestir foreldrar og við erum svo heppin að búa á tíma þar sem internetið er svona aðgengilegt en það getur líka verið slæmt því það er mjög auðvelt að googla bara “best sunscreen for kids” og fá upp aragrúa af upplýsingum sem eru kolvitlausar.

Ég nýtti eitt kvöldið í að leita af áreiðanlegum síðum eftir upplýsingum og ákvað að búa til smá lista yfir nytsamlegar upplýsingar sem vonandi geta hjálpað öðrum foreldrum.

3 innihaldsefni sem þið viljið hafa í sólarvörn er Zinc oxide eða titanium oxide, avobenzone og mexoryl SX. Það er betra að hafa zinc oxide frekar en titanium oxide en zinc oxide er líklegra til að erta húðina og því er titanium oxide betra fyrir viðkvæma húð.

Setjið sólarvörn á 15-30 mín áður en farið er út til þess að leyfa henni að setjast í húðina og á 2 tíma fresti þarf að setja aftur á og oftar ef það er mikið verið að busla í vatni eða svitna.

 Veljið vörn með SPF 30-50.

Ekki nota sprey eða froðu varnir. Það er erfitt að sjá hvort það sé búið að setja nóg af þessum vörnum og einnig er algengt að börn andi að sér sprey vörnunum.

Sólgleraugu og fatnaður með SPF er líka mikilvægt. Ég mæli með sólhat eða derhúfu og sundgalla, sérstaklega ef þið eruð á leið til sólarlanda en líka hér á Íslandi þar sem sólin hér er lúmskt sterk og það er líka hægt að brenna sig hérna.

Reynið að vera ekki úti á heitasta tímanum, sem er yfirleitt í kringum miðjan dag og finnið skugga fyrir börnin eins oft og hægt er.

Veljið sólarvörn sem ver bæði gegn UVA og UVB geislum, yfirleitt stendur á þeim vörnum “broad spectrum”.

Ekki gleyma að setja á varirnar, eyrun og hnakkann þetta eru þrír algengustu staðirnir sem gleymast.

Meira er betra. Það er talað um að það sé eðlilegt að fara í gegnum eina túbu af sólarvörn fyrir einn einstakling, það fer auðvitað eftir því hveru oft og lengi maður er í sólinni en mér þykir þetta ágætis viðmið að setja frekar meira en minna.

Þetta eru bara nokkrir mikilvægir hlutir og ég mæli með að þið kíkið á síðuna sem ég set link að hérna fyrir neðan, þar fáið þið ýtarlegri upplýsingar og einnig finnið þið lista yfir bestu og verstu varnirnar.

http://www.ewg.org/sunscreen/

Elisabet-1.jpg

Facebook Comments
Share: