Veitingastaðir í Manchester

Við Jón Egill vorum ekki hrædd að prófa nýja veitingastaði í Manchester. Auðvitað eins og hjá flestum íslendingum var fyrsta mál á dagskrá að fara á Mcdonalds það er eitthvað sem er must hjá okkur og erum við bæði sammála því. En það sem okkur fannst frábært var að það voru nýjir réttir á matseðli og auðvitað var prófað þá líka. En við fengum okkur meðal annars Mozarella dipers (ostastangir með slasa), Mcflurry með Curries karamellu eggjum eitthvað sem var fyrir páskana og þvílíka karmellu himnaríkið.

Fyrsta kvöldið (fimmtudagskvöldið) okkar ákváðum við að fara á Hard Rock café, við vorum ekki bún að panta borð og það er víst skilyrði ef á að borða þarna um helgar annars er ómögulegt að fá borð. Þess vegna ákváðum við að nota tíman þar sem er minna að gera á virkum dögum og skella okkur þetta kvöld.
Þegar við mættum mætti okkur ofurtöff þjónustustúlka með tattoo, rockabilly greiðslu og Amy Winehouse eyeliner ofurhress og mjög áhugasöm um Ísland.
Svo tveimur mínútum seinna mætti mjög jákvæð, hress þjónustustúlka sem var reyndar hlaupandi um milli borða og athuga með fólkið sem hún var að sinna. Þegar maður er á Hard Rock verður maður að Unknownversla sér Cokteila annað er glæpur! Það var mikið úrval og þeir sem ég smakkaði voru ekkert smá góðir.
Maturinn var mjög góður ég fékk með Baby back ribs og Jón fékk sér hamborgara – kjötið af rifunum rifnaði af (þannig á það að vera) svo meirt og magurt, verð þó að segja að sjálf sósu drottiningin hefði átt að panta auka sósu. Með rifjunum fékk ég eitthverskonar baunir í sósu, hrásalat úr rauðakáli og franskar.
Jón fékk franskar og kókteilsósu með sínum (já, við vorum hissa að það væri kokteilsósa með frönskunum hans).

Föstudagskvöldið þá varð ég þrítug en við vorum búin að panta borð á Jamie’s Italian. Ég er mikill matgæðingur og hef mikinn áhuga á matreiðslu heiminum og ef það eru “frægir” matreislumenn með veitingastaði þá finnst mér það vera must have. Svo ekki annað við hæfi en að borða á þessum veitingastað.
Þessi veitingastaður var áður banki og það er margt þarna sem er haldið enn í sömu mynd, hátt til lofts og við sátum efst uppi og sáum yfir allan staðinn það var mjög flott að upplifa þetta. Mjög stór og flottur staður en ókosturinn var að staðurinn er mjög opinn að það verður mikið skvaldur um allt húsið.
Við fengum okkur það sama í forrétt hvítlauksbrauð sem var mjög gott, í aðallrétt steik með frönskum, en með steikinni var hvítlaukssmjör en og aftur kvartar sósu drottningin að það var ekki boðið uppá sósu með kjötinu. Í eftirrétt fékk ég auðvitað uppáhaldið mitt volcano cake sem er þessi víðfræga kaka sem er óbökuð í miðjunni með ís

.
En matseðillinn var mjög flottur og verð ég að viðurkenna að við sáum mjög flotta forréttabakka sem margir voru með.
Ef þið hafið hugsað ykkur að borða á þessum stað þá mæli ég með að panta borð það er hægt að panta borð í gegnum netið.
Í morgunmat þennan morguninn fórum við og fengum okkur amerískan morgunverð á Alabama’s All Amrican Eatery þvílíka veislan! Fengum okkur Egg benedict classic og magnið af mat! Ég gerði þau misstök og pantaði mér líka bacon sem ég hefði betur átt að sleppa vegna þess að það var rifið svínakjöt með egg benedicts og amerískar pönnukökur sem voru sjúklega góðar. Sé eiginlega eftir því að hafa ekki farið aftur á þennan stað áður en við fórum heim.

Laugardagskvöldið þá fengum við okkur að borða á hótelinu vegna þess að við vorum bæði gjörsamlega uppgefin eftir leikinn. Á hótelinu Holiday inn  var mjög góður matur ekki langur matseðill mjög einfaldur og ekkert flókið við fengum okkur Pirry pirry kjúkling enn og aftur kvartar sósu drottningin engin sósa.

Sunnudagskvöldið fórum við á veitingarstaðakeðju sem heitir Frankie and Benny’s sem er ítalskur/amerískur veitingarstaður þar var hægt að fá pizzur og alskonar pastarétt. Ég fékk mér Gnocci Bolognese og Jón Egill fékk sér Pizzu með kjötbollum og pylsum mjög áhugavert. 

Mánudagskvöldið fórum við á steikhúsið Rump’n’Ribs þegar við mættum var fullt hús og við bjuggumst ekki við að fá borð svo ef þið ætlið á þennan stað mæli ég með því að panta borð áður. Við biðum í ca 15 min þar til við fengum borð og var það alveg biðarinnar virði.
Þegar við fengum matseðilinn þá var mynd af nauti og útskýringar hvaða steikarbiti er hvar á nautinu.
Svo var að velja hverskonar steik átti að vera fyrir valinu og meðlæti – Jú jú hér var sósu drottningin glöð því hér var hægt að fá sósu með kjötinu.

 

En vonandi kemur þetta ykkur að gagni ef þið ætlið að fara til Manchester en það sem ég gerði fyrir ferðina var að við settumst niður og skoðuðum tripadvisor, völdum veitingastaði útfrá einkunargjöf og skoðun annarra.

Þar til næst

 

 

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *