Uppskrift // Bláberja og quinoa hafraklattar

Ég er að vinna í bloggi sem inniheldur mín uppáhalds vegan millimál en ég vil hafa það ítarlegt, með myndum og linkum á uppskriftir þar sem á við. Því vildi ég setja inn uppskrift af þessum skemmtilegu bláberjaklöttum svo ég geti vísað í hana seinna. Aðal uppistaðan eru bláber, hafrar og quinoa. Quinoa er ein af mínum uppáhalds korntegundum því það er próteinríkt (miðað við mörg önnur korn), næringarríkt og fljótlegt í suðu. Ég sýð 1 bolla af quinoa á móti 2 bollum af vatni og tekur það ca 10mín frá suðu að verða tilbúið. Mér finnst þessir klattar virkilega góð tilbreyting frá þeim hefðbundnu og er tilvalið að nýta bláberjatíðina og smella ferskum berjum í uppskriftina.

Hráefni

– 1,5 bolli hafrar

– 1 bolli soðið quinoa (ég sýð 1 bolla af quinoa í 2 bollum af vatni)

– 1 tsk lyftiduft

– 1/3 bolli kókospálmasykur (má breyta í hrásykur)

– 1 bolli stappaðir bananar (ca 2 miðlungs)

– 2 hör “egg”

(1 höregg = 1 mtsk mulin hörfræ + 2 mtsk vatn)

– 2 mtsk hnetusmjör

– 2 mtsk sítrónu safi

– 1 tsk vanilla extrakt

– 1,5 bolli fersk eða frosin bláber

 

Aðferð

Ofninn er forhitaður í 175°C. Hrærið saman mulin hörfræ og vatn, leyfið því að standa í 5 mín svo að blandan þykkni og virki sem bindiefni.

Þurrefnin eru hrærð saman (hafrar, quinoa, sykur og lyftiduft). Banana, hnetusmjöri, hör eggjum, sítrónusafa og vanillu er blandað saman í matvinnsluvél eða hrærivél. Blautefnunum er þá blandað við þurrefnin.

Bláberjum er loks blandað varlega saman við degið og það bakað í 30mín. Leyfið bökunni að kólna áður en skorið er í klatta.

Þar til næst!

 

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *