Trainer.is – Stefanía

*Færslan er unnin í samstarfi við Trainer.is

15934020_10154894660784591_382645783_o

Þeir sem hafa fylgt mér á Snapchat vita að í lok mars í fyrra veiktist ég. Fyrir þau ykkar sem ekki vita veiktist ég í lok mars og varð óvinnufær í byrjun apríl vegna verkja í móðurlífi. Í framhaldi af því fór ég í legnám í miðan október.

Eftir að hafa verið rúmliggjandi í hálft ár vegna sársauka var mataræðið ekki alveg eins og það á að vera, orkan lítil og þolið ekkert. Þess vegna langaði mig virkilega að taka mig á eftir óreglulíferni síðasta hálfa árið.

Mataræðið mitt samanstóð af 1-2 máltíðum á dag, 2-3 lítrum af Pepsi, óhemju miklu magni af sælgæti og snakki. Já, ég er ekki að grínast í ykkur þetta var ekki eðlilegt mataræði og bara komið út fyrir öll velsæmismörk!

Ég, Hildur Ýr, Hildur Hlín (og upphaflega Selma sem því miður gat ekki verið með af persónulegum ástæðum) fengum með okkur í lið Sif og Guðjón hjá Trainer.is til að koma okkur í form. Allar vorum við með okkar mismunandi áherslur og markmið. Ég var til í slaginn! Heilbrigðara líferni, reglulegt mataræði og meiri vatnsdrykkja.

tumblr_static_tumblr_static_193v3z3z4xxc4g88k8s8c8wgs_640

Úfff, þegar ég átti að fara senda þeim fyrstu matadagbók…. Ég fékk hnút í magan og ætlaði varla að þora á fyrsta fundinn okkar, því ég skammaðist mín svo sjúklega mikið! Ég roðnaði niður í tær! (Já, það er hægt!) Mér leið svona eins og Monicu í sjónvarpsþáttunum Vinum, þegar hún gleymdi að bjóða mömmu Rachel í steypiboð hennar Rachel. Ég svitnaði á rassinum!
Þetta kom þó ekki að sök og þau voru bara hinir ljúfustu einkaþjálfarar. Jú, jú auðvitað vissi ég að þetta væri ekki heilbrigt og alls ekki gott fyrir mig. Það er auðvitað tilgangurinn með því að koma til þeirra að fá leiðsögn og kennslu um heilbrigðara mataræði og þjálfun.

Fróðleikurinn, upplýsingarnar og eftirfylgnin er hreint frábær hjá þeim. Þau eru alls ekki með neina öfgar. Maður lærir að setja upp matardagbók sem hentar manni. Svo er lykilatriðið að borða ekkert sem manni finnst vont því þá endar maður aftur í sama gamla farinu.

Þau eru mjög dugleg að senda tölvupóst, minna mann á að senda matardagbók. Viðurkenni að það var, og er stundum erfitt að gera matardagbókina, en um leið og maður byrjar þá er það ekkert mál. Ég persónulega setti allt niður í litla stílabók. Það sem mér finnst svo frábært við þetta líka er að þetta er ekki bara spurning um hvað ég er að borða heldur einnig tilfinningarnar áður og eftir að ég borða eru. Hversu södd ég er, hvernig mér líður líkamlega. Veitir manni svo mikla hvatningu. Hvaða fæða lætur manni líða illa og hvað er þungt í maga. Því við erum ekki eins. Það sem mér líður illa af gæti hentað þér betur.

210

Þegar maður byrjar í þjálfun hjá þeim, fær maður bók af því sem maður þarf að vita í grunninn ásamt 100 uppskriftum af allavegana réttum sem henta í morgunmat, millimál, hádegismat og kvöldmat. Þar er margt sem mér fannst alveg magnað að vita og hafði mjög gaman af! Það sem skipti mig máli var að ég var tilbúin í að taka mig á. Þetta er allt spurning um hugarfarsbreytingu. Þau eru ekki að senda mann í neinar öfgar, heldur er þetta spurning um lífstíl. Nýtt, hollt, auðvelt að útbúa mataræði. Enginn sérstakur megrunarkúr, því þá er maður vís til að falla í sömu gryfju aftur að borða óreglulega og óhollt. Hreint mataræði, kjúklingur, kjöt & fiskur!

Það sem skiptir máli er næringargildið.  Hafðu sem minnst af unnum matvörum, góða fitu, engan viðbættan sykur og ekki borða það sem nærir þig ekki! Báðir þjálfararnir eru uppfullir af fróðleik og reynslu. Ég sendi þeim tölvupóst þegar ég hef spurningar og þau svara mjög fljótt, sem er frábært fyrir svona óþolinmóða týpu eins og mig þegar ég er að leita eftir ákveðnum svörum.

Það sem meira er að þau eru með fullt af skemmtilegum uppskriftum og er hægt að kaupa uppskriftabækur hjá þeim inná vefverslun þeirra, hér.

Ég viðurkenni að ég er töluvert orkumeiri. Mér datt ALDREI í huga að ég myndi nenna eða geta vaknað klukkan hálf sex að morgni til þess að mæta í ræktina, fara svo í vinnuna og koma heim til að sinna því sem sinna þarf; heimilinu, börnunum og makanum! Ég er að fara töluvert fyrr að sofa þó en venjan var, áður var ég að sofna milli eitt og hálf tvö en í dag sofna ég um klukkan tíu, er þá klár í næsta dag. Ég er að styrkjast, hef töluvert meira þol en áður. Andlega heilsan mín er frábær! Ég er töluvert jákvæðari og full af eldmóð. Ég er betri móðir, maki og betri útgáfa af sjálfri mér! Nú held ég ótrauð áfram og hlakka til framhaldsins. Engir öfgar bara gleði og heilbrigt líf! Ekki bara fyrir mig heldur líka fólkið í kring um mig!

Takk! Takk! Takk!! Sif og Guðjón, ég get ekki þakkað ykkur nægilega fyrir allt sem þið hafið aðstoðað mig með, með mitt heilbrigðara líf!

Ef þú lesandi góður ert eitthvað ósáttur við heilsu þína og mataræðið þitt. Eða ert í leit af góðum kennara, þá mæli ég með Sif og Guðjóni hjá Trainer.is. Þau bjóða uppá flotta fjarþjálfunar pakka með mikilli eftirfylgni. Hægt er að skoða pakkana sem þau bjóða uppá inná heimasíðunni þeirra.

17270941_10155122569029250_1278935942_n.jpg

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *