Tannlæknaferð til Póllands – FYRIR MYNDIR

Ok. Hreinskilni er best.
Staðreyndin er sú að ég er ekki búin að hugsa vel um tennurnar á mér held ég bara síðan mamma mín hætti að tannbursta mig á kvöldin. Slæm tannagen og eigin heimska og tennurnar á mér eru grotnar, gjörsamlega. Nú er svo komið að þetta er farið að hafa alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu hjá mér. Ég opna varla munninn án þess að setja höndina fyrir, ég hugsa til þess að brosa með hrylling, ég finn stöðugt til í munninum og það er erfitt að borða suma hluti.

Mér hefur reyndar alltaf fundist ég vera með ljótar tennur. Það eru svona 5-6 ár síðan ég fór að taka eftir því að alvöru að þær væru jafn slæmar og þær eru í raun. Ég er búin að fara til ótal tannlækna og alltaf gert við smá og smá í einu þar sem ég hreinlega hafði ekki og hef ekki efni á að gera meira en eina til tvær tennur  í hvert skipti. Nema þegar ég fór í endajaxlatökuna 2015, þá voru 3 endajaxlar teknir og maður minn það var viðbjóður, Tryggvi horfði á einn þeirra molna þegar hann var dreginn úr – nokkuð viss um að maðurinn fær ennþá martraðir (útaf endajaxlinum eða kostnaðinum, er ekki alveg viss).

Fyrir nokkrum mánuðum síðan rakst ég svo á sponsored auglýsingu á facebook frá fyrirtæki sem heitir Draumabros. Þau auglýstu tannlæknaþjónustu í Póllandi og maður gat bara sent þeim myndir af tönnunum sínum og fengið tilboð. Ég sló til og sendi þeim myndir af tönnunum mínum (vitið ekki hvað það tók mig langann tíma að manna mig uppí það) og þar sem ég er svo heppin að eiga röntgen af tönnunum á mér líka lét ég það fylgja með. 2 dögum seinna fékk ég tilboðið og ég trúði ekki mínum eigin augum. Þetta var 1/3 af kostnaðinum sem ég þyrfti að borga hér heima, þetta hljómaði of gott til að vera satt svo ég fór og skoðaði smá um fyrirtækið, umsagnir ofl og þá var ekki aftur snúið. Ég vissi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að gera. En það er alltaf dýrt að fara út og ég er svo óörugg að ég var ekki viss um að ég gæti farið til nýs lands og gert eitthvaðaf þessari stærðargráðu. EN þá sá ég að þau ætluðu að bjóða uppá hópferðir þar sem að hinn frábæri Sigmar Magnússon yrði með til að hjálpa með allt ferlið og þá var þetta eiginlega staðfest. Ég yrði að fara.

Sigmar Magnússon er stofnandi og eigandi Draumabros og hefur það að leiðarljósi að hjálpa Íslendingum að komast í tannviðgerðir á viðráðanlegu verði. Hann og eigandi tannlæknastofunnar Magnadent Anna Zalewska-Partyka byrjuðu að vinna saman í mars á þessu ári en tannlæknastofan hefur verið starfrækt frá árinu 2003. Ég hef talað gríðarlega mikið við Sigmar, sagt honum frá hræðslunni minni við tannlækna og hann hefur róað mig ótrúlega mikið svo ég er eiginlega ekki stressuð lengur sem er sigur útaf fyrir sig.

Hópferðin verður þann 9-16 nóvember næstkomandi. Flogið verður frá Keflavík til Katowice og þaðan verður tekin rúta til Krakáw. Það hefur verið gríðarlegur áhugi fyrir þessum hópferðum svo það er önnur plönuð í febrúar 2019 þar sem nóvember hópferðin er fullbókuð! Stofan er hinsvegar opin á dagvinnutíma og er fólki guðvelkomið að senda Sigmari skilaboð í gegnum facebook síðuna með dagsetningar og hann skoðar hvenær er laust. Ég hreinlega get ekki beðið eftir að fara, þetta er rétt fyrir jólin líka svo það er ótrúlega hagstætt að versla jólagjafir eða jafnvel skella sér í tattú (eins og ég ætla að gera!). Draumabros er svo með snapchat sem ég mun vera með í ferðinni en Sigmar mun líka sýna frá 3 hótelum sem hægt er að gista á í ferðinni. Þið getið fylgst með -> draumabros.is

Og þá er komið að erfiða partinum, fyrir myndunum. Þið vitið ekki hvað ég skammast mín mikið fyrir tennurnar mínar og hversu erfitt þetta er. En ég vona að með því að sýna þessar myndir núna, og sýna svo frá ferlinu – hjálpi ég einhverjum. Ég vildi óska þess að þær væru ekki orðnar svona, að ég hefði hugsað betur um þær – en ég er þakklát fyrir að hafa tækifæri til að gera við þær.

Þangað til næst!

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *