Sýklalyfja kvöðin!

Þegar Alexandra, elsta dóttir mín var 1 árs fengum við að vita að hún væri með lágt MBL gildi, sem þýðir að alltaf þegar hún varð veik þurfti hún sýklalyf.

Að koma sýklalyfjum í börnin getur verið mjög flókið. Það hefur mér allavega fundist. Held að við höfum gefið flest sýklalyf og þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Því gengur misvel að koma lyfjunum ofan í krílin okkar.

veik

Hugmyndin mín að þessari færslu kviknaði núna nýverið þar sem að strákurinn minn veiktist og er með streptókokka. Ég hef einu sinni áður þurft að gefa honum sýklalyf. Hann er heppnarri en systir hans að verða ekki eins oft veikur og hún var á hans aldri. Enda finnst mér ég nú eiga það skilið að fá smá breik á veikindum.

Að koma sýklalyfjum ofan í hann er ekkert grín, því prófaði ég öll ráðin og meira til.

Mig langaði að setja upp lista fyrir ykkur hvað ég hef gert en mæli þó með að ráðfæra ykkur við lækni áður en þið farið eftir þessum lista.

Ég hef blandað sýklalyfjunum saman við bragðbætir ca 50 ml til að vera viss um að allt sé drukkið.

Það sem ég hef prófað er:

lgg

LGG+

Jógúrt

Engjaþykkni

Þykkmjólk

AB mjólk

Safi

Safar:
Eplasafi
Appelsínusafi
Heilsusafi

Poweraid – blátt
Gatorade- blátt og rautt

koko

Kókómjólk

ís

Ís, hver elskar ekki ís?
vanilluís
súkkulaðiís

sukk

Hersey’s ís sýrópið er snilld það er svo bragðsterkt að það drepur lyfjabragðið.

Svo þegar það gengur alveg extra illa að gefa sýklalyfin þá hef ég stolist að gefa þeim gos. Eins illa og mer er við það þá virkar það.

En vonandi hjálpar þetta ykkur eins og það hefur hjálpað mér! Ég prófaði nýlega ísinn og það gekk betur en ég átti von á!
Kveðjur frá veikindabælinu í sveitinni! Þar til næst!

17270941_10155122569029250_1278935942_n.jpg

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *