RISA gjafaleikur

Við hjá Öskubuska.is erum svo þakklátar fyrir þær frábæru móttökur sem við höfum fengið og höfum því ákveðið að hafa RISA gjafaleik í samstarfi við frábæra einstaklinga og fyrirtæki! Hér fyrir neðan má lesa nánar um gjafirnar og hvernig hægt er að taka þátt: 

Unnur Ósk er ljósmyndari sem lærði og útskrifaðist úr listrænni ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum. Hennar megin áherslur eru fjölskyldur, börn, nýburar, meðganga og heimildarmyndir. Sjálf er hún 3ja barna móðir og hefur því reynt ýmislegt þegar kemur að börnum og fær í öllu sem að því snýr. Hún er einstaklega fær í að fanga falleg augnablik sem sést greinilega þegar flett er í gegnum myndirnar hennar.

unnurosk

Vinningshafinn í leiknum okkar mun fá gjafabréf í myndatöku að eigin vali og getur því valið á milli bumbu, ungbarna/barna eða fjölskyldumyndatöku. Við hvetjum ykkur til þess að skoða síðuna hennar og þær fallegu myndir sem hún hefur tekið.

minimo

Við höfum áður fjallað um fallegu vörurnar frá Minimo enda erum við rosalega hrifnar af öllu því sem þau hafa upp á að bjóða. Vörurnar frá þeim eru fallegar og vandaðar og hafa reynst okkur hjá Öskubuska.is vel. Minimo er netverslun með nútímalegar barnavörur. Þau bjóða upp á barnafatnað ásamt munum í barnaherbergið frá spennandi vörumerkjum. Hjá Minimo er lagt áherslu á stílhreina hönnun og vandaðar vörur úr lífrænum efnum. Endilega kíkið á úrvalið sem þau hafa uppá að bjóða.

sc3a6ngurver

Vinningshafinn í leiknum okkar mun einnig fá barnarúmföt frá Minimo sem eru frá Filibabba. Hægt er að velja um tvær stærðir, ungbarna og barnastærð.

Rúmfötin eru mjúk hágæðarúmföt úr 100% lífrænni bómull, með mynstri á annarri hliðinni en einlitt á hinni hliðinni.

Vinningshafinn getur valið annað hvort bleik eða grá rúmföt.

 

hc3b6fundar

Bergrún Íris og Kristjana Friðbjörnsdóttir eru höfundar bókanna vinsælu um Freyju og Fróða. Bækurnar eru skrifaðar fyrir foreldra og börn um allskyns málefni sem oft geta reynst erfið fyrir krakka að tækla. Bækurnar eru aðalega hugsaðar sem skemmtun og yndisauki en þær hafa líka að geyma góðan fróðleik fyrir fjörug og uppátækjasöm börn eins og Freyju og Fróða.

Vinningshafinn í leiknum okkar fær tvær nýjustu bækurnar um Freyju og Fróða: Freyja og Fróði fara í klippingu og Freyja og Fróði geta ekki sofnað.

klipping

Í bókinni um Freyju og Fróða í klippingu þurfa systkinin að yfirstíga sinn eigin ótta og herða sig upp fyrir klippinguna sem þau þurfa að fara í. Þau fá að kynna sér tæki og tól og undirbúa sig vel.

sofnac3b0

Í bókinni Freyja og Fróði geta ekki sofnað er fjallað um þessa uppátækjasömu og andvaka prakkara og farið er vel yfir það hversu nauðsynlegt það er fyrir krakka sem eru að stækka að fá góða hvíld.

Gjafagleðin stoppar ekki hér og vinningshafinn fær einnig Sebra village disk, Sebra hnífapör og geymslukassa frá LEGO.

gjafir

Leikurinn fer fram á Facebook síðu Öskubusku.is og hana er að finna hér.

Kærar kveðjur frá okkur öllum,

undirskrift

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *