Performance Tights frá BLACKGLACIER

Færslan er unnin í samstarfi með Black Glacier

Ég get ekki talið hversu oft ég skrollaði gegn um heimasíðu BLACKGLACIER og dáðist að buxunum áður en ég eignaðist einar slíkar. Buxurnar fékk ég að gjöf og ég er búin að nota þær STANSLAUST síðan ég fékk þær. Performance Tights 2.0 eru svartar plain íþróttabuxur (þótt plain sé alls ekki orðið sem ég myndi nota yfir þessar buxur). Buxurnar eru úr þykku (en ekki of þykku) nylon efni sem hefur þá eiginleika að halda gríðarlega vel að, hrinda frá sér vökva og eru alveg dúnmjúkar. Þær eru háar í mittið sem hentar mér mjög vel, og haldast uppi, sem í mínum bókum er ekki bara kostur heldur nauðsynlegt! Ég hef klifið fjöll, hlaupið á hlaupabretti, hjólað og farið í vinnuna í þessum buxum þær eru einfaldlega það fjölhæfar! (geta buxur ekki annars verið fjölhæfar?) Buxurnar eru á 6990,-sem er gjöf en ekki gjald og ég hvet alla til að næla sér í eintak! Það vill svo skemmtilega til að ég er líka með afsláttarkóða en kóðinn valgerdur15 gefur ykkur 15% afslátt sem í mínum bókum er enn meiri ástæða til að grípa sér nýjar æfingabuxur!

 

Truflaður stuðningur!

 

og EKKI gegnsæar!

 

Fyrsta fjallgangan í nýju buxunum!

 

Mæli með að þið skellið ykkur á þessar og notið kóðann valgerdur15 fyrir afslátt!

 

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *