Öskubuskur á Matarkjallaranum

Processed with VSCO with a5 preset

Færslan er unnin í samastarfi við Matarkjallarann

Við hittumst nokkrar af Öskubuskum og áttum gott kvöld saman á Matarkjallaranum. Við reynum að hittast allar reglulega en verandi stór hópur, flestar mæður og sumar búandi þvers og kruss yfir landið (við nefnum engin nöfn..), þá tekst ekki alltaf að hóa öllum saman. Það býr þó einungis til fleiri tilefni til hittinga, og persónulega er matur eitthvað sem er alltaf gott að njóta með öðrum.

Við erum fjölbreyttur hópur með afskaplega ólíkan matarsmekk, enginn pantaði sér það sama haha. Við vorum þó allar sammála um að maturinn væri virkilega góður, notaleg stemmning og skemmtilegt úrval drykkja.

Boðið er upp á forrétti, aðalrétti og eftirrétti eins og venjan er, en einnig voru í boði 4 samsettir seðlar og fær Matarkjallarinn stórt hrós fyrir flottan vegan seðil. Réttirnir voru hverjum öðrum betri og mæli ég sérstaklega með eftirréttinum, döðluhráköku með bláberja sorbet.

30708325_10155609139518214_3754089359901458432_n

30709823_10155609139848214_3984228078581710848_n

30723574_10155609139903214_8943315498863427584_n

Vegan útgáfa af grænmetisveislu

30762845_10155609155938214_6092336505794068480_n (1)

30738501_10155609139678214_5302638121962176512_n

Með betri vegan eftirréttum sem ég hef smakkað á veitingastað!

Umsagnir

Amanda: Mæli eindregið með vegan seðlinum. Réttirnir voru æðislegir, geggjaður eftirréttur og virkilega vel útilátið. Bragðlaukarnir mínir dönsuðu og ég mun klárlega fara aftur.

Elísabet: Þjónustan, maturinn og stemningin var framúrskarandi, fékk mér lambafillet og það var ótrúlega mjúkt, safaríkt og bragðmikið. Ég get ekki beðið eftir því að fara aftur.

Hildur Ýr: Æðislegur staður til að setjast niður, róleg og þægileg stemning. Ég fékk mér nautasteikina, hún var æðisleg og mæli ég með henni. Yndisleg þjónusta og þjónarnir voru æðislegir. Mæli með þessum stað fyrir fjölskylduna, pör og vinahópa.

Valgerður Sif: Grænmetisveislan var hreint út sagt dásamleg. Sæt kartafla sneidd niður í hæfilegar sneiðar og svo dásamlega mjúk og bragðgóð. Með var svo blómkál, lárpera og súrsaðar gúrkur, allt toppað með geitaosti. Þetta var svo seðjandi en á sama tíma mjög létt í maga. Myndi klárlega gefa þessu 5 stjörnur af 5 því þetta var sannkölluð grænmetisVEISLA!

Við fórum sáttar út og getum virkilega mælt með Matarkjallaranum. Takk fyrir okkur!

oskubuska

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *