Minimo & Intería – Gjafaleikur

Færslan er unnin í samstarfi við Interia.is

Ég hef áður talað um ást mína á vörunum frá Minimo.is og Interia.is en mér þykja vörurnar frá þeim fallegar, vandaðar og góðar. Þar sem ég ákvað nýlega að opna mitt Snapchat og leyfa fólki að fylgjast nánar með mér þá ákvað ég í samstarfi við Interia.is að hafa gjafaleik. Þar sem ég er alltaf að bralla eitthvað í eldhúsinu og finnst gaman að leyfa ykkur að fylgjast með eldamennskunni þá er gjöfin samkvæmt því en gjöfin er marmaraskurðbretti frá Pure Culture. Það er einfalt að taka þátt :

snaptag

Það eina sem þú þarft að gera er að bæta mér við í Snap vinahópinn þinn og fylgjast með mér á Snapchat. Ég mun setja inn mynd á næstu dögum og ef þig langar til þess að komast í pottinn þá tekur þú screenshot af myndinni. Ég mun svo draga út einn heppinn Snapvin sem hlýtur marmaraskurðbrettið í vinning! Snappið mitt er: anitaeh

Annars langaði mig aðeins að sýna ykkur frá nýju vörunum sem Minimo.is og Interia.is voru að taka inn og mér finnst einstaklega fallegar.

Skriðbuxurnar með stjörnunum á hnjánum eru algjör snilld fyrir börn sem ekki eru farin að ganga og auðveldar þeim að ná góðu taki þegar þau eru að læra að skríða. Þær kosta 4,490 kr.-

Hettupeysan er frá merkinu Lucky No.7 sem er með ótrúlega mikið af flottum vörum fyrir unga töffara. Hún kostar 6,990 kr.-

Panda jogging buxurnar eru einnig frá merkinu Lucky No.7 og eru þær sérstaklega hentugar yfir vetrartímann þar sem þær eru úr 100% bómull.
Pandabuxurnar kosta 4,290 kr.-

Það er einnig hægt að finna ótrúlega sætar vörur á litlu dömurnar og þessir tveir samfellu kjólar fara alveg með mig úr krúttheitum.

Kanínukjóllinn er frá merkingu Knast by Krutter og kostar 5,490 kr.-

Kjóllinn með tjullpilsinu undir er frá merkinu Les Petites Choses og kostar 7,990 kr.-

Það er einnig hægt að fá allskonar barnavörur hjá Minimo.is og ég mæli með því að líta við á síðuna hjá þeim og skoða úrvalið. Þessar diskamottur eru BPA fríar og svo dásamlega fallegar. Þær kosta 2,990 kr.-

Eftir að ég kynntist barnavörunum frá Minimo.is var ég ótrúlega glöð að vita að þau væru einnig með vörur fyrir heimilið inná síðunni Interia.is og ég get ekki beðið eftir að geta loks losað búslóðina mína úr geymslu og flytja inná nýja heimilið mitt til þess að geta keypt mér allskonar fallega muni til að skreyta heimilið með frá þeim. Hér er smá sýnishorn af því sem mig langar í.

Sprittkertastjakarnir eru svo fallegir og þeir fylgja fjórir saman í pakka á 3,490 kr.-

Þau eru með margar gerðir af blómavösum og ég mæli með að skoða úrvalilð hjá þeim en það er svo fallegt að raða nokkrum blómavösum saman.

Eikarbakkinn frá þeim er stjór og veglegur og hann er svo ótrúlega fallegur að ég verð að eignast hann. Hann er með alveg svörtu gleri ofan í sér. Ég gæti dáðst að honum endalaust. Hann kostar 7,990 kr.-

Marmaraskurðbrettið sem verður í gjafaleiknum er fallegasta eldhúsvara sem ég hef séð og ég þarf klárlega að eignast hana sjálf þar sem eldhúsið er sá staður sem ég eyði líklega hvað mestum tíma í heima við. Það er svo fallegt að það er algjörlega óleyfilegt að geyma það ofaní skúffu og alveg bráðnauðsynlegt að hafa það á sýnlegum stað í eldhúsinu!

8

Skurðbrettið er með rúnuðum könntum og filt töppum undir til þess að vernda undirlagið. Marmari er náttúrulegt efni og er því enginn bakki nákvæmlega eins. Bakkarnir kosta 4,990 kr.-

Þangað til næst,

anita

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *