LOVEBOOK – einstök gjöf

Þessi færsla er ekki kostuð eða styrkt á neinn hátt og borgaði höfundur vöruna sjálfur.

Ég er væmin, það er staðreynd. Mér finnst ótrúlega gaman að finna nýjar leiðir til að vera væmin og krúttleg og ein af þeim leiðum er www.lovebookonline.com ! Þetta var sponsored auglýsing á instagram sem ég rakst á í vor, fannst þetta voða krúttlegt svona við fyrstu sýn svo ég vistaði linkinn. Spólum áfram, ég gleymi þessu þangað til núna um miðjan júlí. Passlega þegar ég var að græja afmælisgjöf handa Tryggva!


Maður getur haft bókina nákvæmlega eins og maður vill, hvernig hár karakterarnir eru, hvað hún heitir, og hvernig coverið lítur út. Þegar þú byrjar að búa til þína bók geturðu valið fyrir fram tilbúnar ástarjátningar sem Lovebook bjó til, gert þær persónulegri eða þú getur búið til ástæður alveg sjálfur. Það eru líka nokkur “gjafabréf” sem maður getur sett inní (og breytt svo þetta falli að þeim sem fær bókina). Bækurnar eru harðspjalda og ótrúlega veglegar, en þú getur líka fengið þær ekki harðspjalda og fyrir bara 37.90 evrur (ef þú notar kóðann BECAUSE18 annars er hún á 38.57 evrur) geturðu gert eins langa sögu og þú vilt – “því engin ástarsaga ætti að hafa takmörk”.

Sendingin tók alls ekki langann tíma og bókin var þvílíkt vel pökkuð inn til að bókin myndi ekki skemmast. Ég mæli klárlega með þessu ef þú vilt gefa fallega og persónulega gjöf!

Þangað til næst

Facebook Comments
Share: