Jólagjafahugmyndir úr HRÍM

Þessi færsla er ekki kostuð eða styrkt á neinn hátt.

Um daginn vorum við mamma í jólagjafa leiðangri fyrir sunnan. Við skruppum í Kringluna og ég rambaði í fyrsta skipti inní verslunina Hrím. Safe to say, þá voru nokkrir hlutir sem ég hreinlega féll fyrir svo ég ákvað að taka saman smá óskalista!

Þessi blómapottastandur og pottur sem passar við, en ég er búin  að leita lengi að fallegum pottum, blómaáhugi minn hefur aðeins aukist síðustu mánuði en við síðustu talningu voru þær 26. Þessir standar koma í mismunandi stærðum og þeir koma líka svartir.

Skafkort hefur mig alltaf langað í en við Tryggvi stefnum á að bæta við fullt af löndum á check listann næstu árin!

Þessi standandi api, er ekki einu sinni sorry en hann passar fullkomlega inní stíl heimilisins okkar. Svo sá ég líka einn krumma lamp sem tæki sig vel út í stofunni minni.

Og persónulega, mitt uppáhald. Postulínsvasi í laginu eins og ALVÖRU hjarta. Maður getur svo stungið fallegum blómum ofan í “æðarnar”. Ég hálf slefaði yfir honum í búðinni og það lá við að mamma þyrfti að draga mig út.

Þið getið svo skoðað jólabækling Hrím hér en þeir eru með svo margar fallegar vörur, teppi, mottur, allskonar í eldhúsið og einstaka íslensk hönnun. Þið getið svo skoðað allt vöruúrvalið á www.hrim.is

Þangað til næst.

 

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *