Holiday inn Manchester

Í lok mars fórum við skötuhjú til Manchester. Ástæða ferðarinar var að fara á fótboltaleik og svo varð ég þrítug á sama tíma svo við skelltum okkur.
Mér fannst Manchester mjög skemmtileg borg, við vorum mjög vel staðsett. Það var stutt í flest allt, verlsanir, veitingastaði og alls ekki dýrt að taka Uber eða City street cars (sem er sama dæmið og Uber).

IMG_3138.jpg

 

Við vorum á hótelinu Holiday
Inn City Centre (Aytoun street). Mjög snyrtilegt hótel með frábæra þjónustu og morgunmaturinn þarna var mjög góður, það var boðið uppá hlaðborð heitt og kalt. Hægt var að fá sér egg (margar tegundir, spælt, hræru og soðið), bacon, pylsur (vínar og Bruswask), amerískarpönnukökur með hlynsírópi og smjöri. Ristaðbrauð og fjölbreytt af áleggi, boozt, súrmjólk, jógúrt, morgunkorn og margt fleirra. Við áttum ekki pantað herbergi
með morgunverð en borguðum aukalega fyrir það, það var starfsmaður í móttökunni sem mældi með að við myndum ákveða með degi fyrirvara því þá fengum við morgun verðinn á 10 pund á mann í staðinn fyrir 16 pund á mann ef við hefðum ákveðið samdægus.

Það var frítt wifii sem mér finnst mjög mikilvægt í ferðalögum þegar ég er á skólatíma, líka frábært að geta hringt facetime í börnin sem maður saknar nú alltaf í fleirri en eins daga fjarveru. Fjöldin allur af sjónvarpstöðum sem skipti okkur alveg máli þar sem við vorum alltaf komin uppá hótelherbergi eftir kl 21. Aldurinn er farinn að segja til sín!

Herbergið var þrifið á hverjum degi, eitt sem við samt skildum ekki var að við vorum beðin um að hengja upp handklæði ef við vildumekki skipta um þau til þess að huga að umhverfinu. Við vorum mjög iðin við að reyna passa uppá handklæðin okkar en alltaf þegar við komum aftur uppá herbergi þá var samt búið að skipta um handklæði. Svo eftir fyrstu 2 dagana hættum við að velta okkur upppúr því.
Rúmið sem við vorum í var HUGE ég er að tala um að við erum með king size rúm hér heima en þetta rúm, ég hefði alveg verið opin fyrir því að börnin bæði svæfu uppí ef ég ætti þetta rúm!
Starfsfólkið var frábært, mikil þjónustulund og jákvætt. Alltaf til í að aðstoða ef það var eitthvað sem okkur vantað sem var reyndar ekki mikið.
Já, ég get sko með sanni mælt 100% með þessu hóteli.

Primark var í 7 min göngufær – risastór verslun á 4 hæðum. H&M var á tveimustöðum og báðar verslanir í 8 min göngufæri önnur á Market street og hin verslunin inní verslunarmiðstöðinni Arndale.
Arndale hefur mikið af þessum helstu verslunum sem við íslendingar viljum, Argos, Apple, H&M, Selfrigde’s, Sports Direct, Pandora, ZARA og margar fleirri verslanir.

Ef þið eigið leið til Manchester þá mæli ég með þessu hóteli ég bókaði með miklum fyrirvara og fékk flott verð í gegnum booking.com en veit einnig um aðra síðu sem býður uppá verðsamanburð frá öllum þessum helstu bókunarsíðum síðan heitir Trivago.

Þar til næst njótið ykkar!

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *