Halloween förðun – SEE NO EVIL, HEAR NO EVIL, SPEAK NO EVIL

Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

This is halloween, halloween, halloween!
Eru ekki allir komnir i gírinn, búnir að horfa á The Nightmare Before Christmas eða Beetlejuice eða eitthvað álíka?

Þessi förðun varð óvart að seríu, og já ég var ekkert alltof ánægð með hana en núna veit ég hvað ég get gert betur næst! Þessi förðun var mjög einföld en samt, svo mikið uppáhald. Ég notaði eingöngu hvíta LA Girl farðann sem ég fékk hjá Beautybar*, liquid latex, andlitspalletuna frá Törutrix*, gerviblóð frá Nexus* og svo svartan eyeliner frá Beauty Bakerie* (sem fæst hjá BB)

Þessi sería segir samt svo mikið fyrir mig, og ég vona að hún geri það sama fyrir aðra. Hún líka á einhvern hátt tengist mér og hvernig mér líður akkúrat núna þó ég geti ekki bent alveg á hvernig. Ég má þó til að segja að SPEAK NO EVIL var bókstaflega mín versta martröð, að hafa eitthvað fyrir munninum og geta ekki talað – ég var mjög fljót að rífa þetta af mér þegar ég var búin að taka myndirnar.

Þangað til næst! Stay spoopy!

Facebook Comments
Share: