Brúðkaupsboðskortin

Þá eru boðskortin í brúðkaupið loksins klár og farin í póst.

Kortin flæktust aðeins fyrir mér og tók það mig ótrúlega langan tíma að komast að niðurstöðu hvernig ég vildi hafa þau. Þar sem að ég er ákveðinn fullkomnunarsinni á þessu sviði þá fannst mér kortin þurfa að uppfylla nokkra eiginlega, vera frumleg, falleg en samt tóna vel við minn hönnunarstíl. Ég prufaði margar útgáfur og útfærslur af hugmyndum en átti mjög erfitt að komast að niðurstöðu. Ég fékk þau hjá Leturprent til að prenta nokkrar prufur fyrir mig og setti þær svo fyrir fjölskyldudómnefndina og sá þá fljótt að það var aðallega ein týpan sem kom til greina.

 

Ég ákvað að vinna þá týpu aðeins meira og gerði, já, örugglega 10 útgáfur af sömu hugmyndinni. Ég var einhvern veginn aldrei fyllilega sátt við hugmyndina þegar ég sendi hana frá mér í prentun og fékk þ.a.l. rosalega bakþanka þegar kortin voru komin úr prentun, mér fannst kortin í fullri hreinskilni ljót, skorta karakter og tengingu við þemað okkar. Eftir kvöldstund af sjálfsvorkunn (já fór á mega bömmer) þá stappaði Halldór í mig stálinu og sagði mér að setjast við tölvuna, halda áfram að vinna kortin og finna leið til að gera sjálfa mig sátta og vitið menn það virkaði auðvitað. Á 10 mínútum fékk ég einhvern svaka innblástur, breytti og bætti nokkrum hlutum og “tada” kortin umturnuðust (í mínum huga allavegana) og ég gat varla verið ánægðari með útkomuna.

Yndislega starfsfólkið hjá Leturprent prentuðu kortin svo aftur fyrir mig. Fyrri síðan er prentuð á hálfgegnsæjan pappír þannig að aftari síðan skín aðeins í gegn, en sú síða er prentuð á ótrúlega fallegan silfursatin pappír, en sá pappír lyftir kortunum upp á enn hærra level.

 

 

Ég gæti ekki verið ánægðari með kortin og reikna með að önnur prentelement (nafnspjöld, merkingar o.fl) verði í svipuðum stíl hjá okkur. Ég hlakka allavegana til að sýna ykkur meira 🙂

Ef þið viljið fylgjast með mínum undirbúningi þá verð ég talsvert virk á Instagraminu mínu, endilega smellið einu follow á það – hildurhlin

 

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *