Á FISKIDAGINN MIKLA MEÐ CENTRO

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Centro Akureyri en allar skoðanir eru mínar eigin.

Ég er að fara á morgun á Dalvík á fiskidaginn mikla og ég kíkti í Centro til Vilborgar minnar til að skoða úrvalið þeirra  en þó það verði gott veður á morgun verður örugglega frekar kalt annað kvöld á tónleikunum svo stuttbuxur og asadi inniskór eru kannski ekki málið. Eins og venjulega varð ég ekki fyrir vonbrigðum og labbaði út með stuttbuxurnar mínar og asadi inniskóna í poka!

Peysan er á 5990.-

Skórnir eru á 6990 á tilboði og buxurnar á 12.990 – og þær koma í fleiri litum, ég er búin að setja dips á þessar bleiku þegar þær koma aftur í næstu viku en ég gæti urlast þær eru svo flottar! Ég tók buxurnar í XL en þetta eru frekar litlar stærðir.

MEINA SJÁIÐ ÞÆR BARA HALLÓ ÉG VERÐ AÐ EIGNAST ÞÆR.

Nóg af beltum !

Hólmgeir kom með og hagaði sér eins og fullkominn herramaður í búðinni, vildi reyndar kaupa sólgleraugun sem hann er með á myndinni því þessi sem hann á eru ekki nógu flott.

Þessar fallegu regnkápur eru á 9990.-

Ógeðslega kósý peysa fyrir haustið. Hún er frekar síð og myndi passa fullkomlega við leggings.

Þetta er taskan sem kom með mér heim en hún er á 3990 – fullkomið undir símann, hleðslubankann og smá nammi, því það þarf alltaf smá nammi.

Þessi er aðeins minni og er á 2990.-

Okey ég reyndar mátaði ekki þessa skó en þeir líta út fyrir að vera svo sjúklega kósý og mig langar í HVÍTA! Kosta 6990.-

GLIIIMMMEERR! 6990 fyrir þessa fegurð!

Bleikt bleikt bleikt!

Þetta eru sömu buxur og hérna á neðri myndinni og efnið í þeim er æði, það er svo mjúkt og kósý.

Bolur 5990 og buxur 6990 – líka til í hlébarðamynstri, sjáið það á instastory!

Þau eiga margar gerðir af svona mittistöskur svo allir ættu að geta fundið eina sem þeim finnst flott!
Ég verð allavegana vel klædd og sátt á fiskidaginn mikla á Dalvík og hlakka til að sjá ykkur þar!

Ég mæli endalaust með því að þið kíkið inná facebook síðu Centro eða kíkið í búðina þar sem topp afgreiðsufólk tekur á móti ykkur. Þið getið einnig fylgt þeim á instagram og snapchat undir notendanafninu centro_akureyri.

Þangað til næst!

 

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *