10 STAÐREYNDIR

Mig langar að fylgjendurnir mínir kynnist mér aðeins betur, svo mér datt í hug að svona 10 staðreyndir myndu kannski hjálpa! Þetta verða voða random 10 staðreyndir og kannski ekkert allar spennandi en ég meina, what the heck live a little.

 

  1.  Ég er örvhent, en ég er annað hvort mest örfhentasta manneskja í heimi, eða sú versta. Ég borða eins og rétthent og ég held á Huldu Maríu með vinstri sem þýðir að ég er allgjörlega lömuð nánast meðan ég held á henni því hægri hendin veit ekkert.
  2. Ég get sofið óeðlilega mikið og ég nýti hvert tækifæri til þess, það tekur mig um það bil 0.1 nanósekúndu að sofna en það getur tekið 2 ár að vekja mig.
  3. Síðan ég flutti út frá mömmu minni og pabba 16 ára gömul hef ég búið í 10 mismunandi húsum á 4 mismunandi stöðum. Ég er loksins ánægð með það hvar ég er og ætla að vera hér eins lengi og ég mögulega get.
  4. Eina ástæðan fyrir því að Hólmgeir Logi er skírður er að mér fannst ég bara eiga að gera það, góð ástæða til að fá fjölskylduna saman og borða góðan mat. Svo þegar Hulda María fæddist pældi ég aðeins meira í þessu og við nefndum hana bara enda erum við ekki neitt trúuð.
  5. Ég fékk fyrsta gatið mitt 14 ára en það var í nefið. Gatið sjálft var gert með byssu í Hár og Heilsu á Akureyri. Þar sem ég var svo ung þurfti ég leyfi frá foreldrum en var í sveit það sumarið svo ég hringdi í pabba til að biðja um leyfi. Hann var ekkert að pæla í því sem ég var að biðja um og sagði bara jájá og 14 ára ég labbaði út með eyrnalokk í nefinu sjúklega sátt. Ég kem ennþá lokk í gatið þó ég hafi tekið það úr oft í gegnum árin í mjög langan tíma í einu.
  6. Ég fæddist með lítinn húðnabba hja vinstra eyranu, þegar ég var unglingur var ég oftast með hárið niðri því ég skammaðist mín fyrir þetta og fannst þetta asnalegt, núna gæti mér ekki verið meira sama. Myndi ekki fara í nubbenectomy þó ég fengi borgað fyrir það, þið sjáið bara hvað gerðist við Chandler Bing – his funny got taken away!
  7. Ég reyndi líka þegar ég var yngri að fá fólk til að kalla mig Alex, ég hataði nafnið mitt alveg innilega, fannst það svo gamaldags og ljótt. Safe to say, það gekk ekki og í dag vill ég helst bara að fólk kalli mig Ingibjörgu, ekki einu sinni Inga – bara Ingibjörg.
  8. Ég er með slatta af tattúum, eitt sem tengist Doctor Who, eitt sem tengist Harry Potter, eitt sem tengist Sage Francis, nánst ekkert af tattúunum mínum hafa einhverja djúpa tilfinningalega merkingu fyrir mig heldur er þetta bara partur af sögunni minni.
  9. Uppáhalds maturinn minn er grjónagrautur, ég gæti borðað hann í nánast öll mál og aldrei fengið nóg.
  10. Ég drekk ALDREI botninn á neinu. Skil alltaf 2-3 sopa eftir, nema af víni. Maður sóar ekki víni.

Þangað til næst!

Facebook Comments
Share: