10 staðreyndir – Valgerður Sif

Jæja, þá er komið að mér að sjokkera heiminn með 10 staðreyndum um mig.

1 – Ég er ljóshærð, en hef litað hárið á mér mjög dökkt síðan í 9.bekk og fæstir sem ég þekki (foreldrar undanskildir) muna eftir mér ljóshærðri né sjá það fyrir sér.

2 – Þessi á eftir að hljóma ansi undarlega en augun mín skipta lit eftir því hvernig skapi ég er í. Nú eru eflaust margir sem hugsa “bullshit”, en þegar ég segi skipta litum þá er ég alls ekki að meina að þau séu blá þegar ég er í góðu skapi, græn þegar ég er reið eða neitt fram eftir þeim götunum. Ég er með græn, gul, brún augu og þegar ég verð reið td. Þá verða þau grænni en venjulega.

3 – Ég öklabraut mig á Chupa Chups sleikjó…. Já þessi er ansi furðuleg.. En þannig var það nú að ég var í fótbotla með vinum mínum, mig langar að segja í sirka 9.bekk. Við vorum á malbikuðum sparkvelli við Breiðholtsskóla og ég var með þennan blessaða sleikjó í vasanum. Á einhverjum tímapunkti hefur hann dottið úr vasanum og þegar ég var að hlaupa á eftir boltanum þá steig ég á hann, missteig mig og öklabrotnaði… á tvem stöðum. Geri aðrir betur!

4- Ég hef kunnað að keyra beinskiptan bíl og krossara/skellinöðru síðan ég var um það bil 9 ára. Foreldrar mínir eiga sumarbústað fyrir austan og þar lærði ég að keyra þessar græjur.

5 – Ég hef átt lifandi uglu. Já þið lásuð rétt… fjölskyldan bjargaði uglu unga sem mamman hafði yfirgefið og við hjúkruðum honum í mánuð þar til hann fór í dýragarðinn Slakka og var svo sleppt.

6 – Uppáhalds liturinn minn er grænn, en ég á ekki einn einasta græna hlut.. tjah fyrir utan plönturnar mínar.

7 – Ég er bara með eitt nýra. Ég fæddist með vanþroskað nýra og það stækkaði aldrei. Það hafði aðeins 9% virkni og olli stanslausu veseni þannig 2016 fór ég í aðgerð og lét fjarlægja það. Núna er ég bara með 5 ponsu ör sem varla sjást.

8 – Ég er fósturbarn. Ég hef verið í fóstri síðan ég var eins árs. Mamma mín er systir blóðmóður minnar og hún tók mig að sér. Fjölskyldan mín er rosa flókin og margir af mínum nánustu vinum eru ekki ennþá búin að ná hvernig þessu öllu er háttað.

9 – Þeir sem þekkja mig úr grunnskóla þekkja mig líklega undir nafninu Sibba. Ég semsagt lengdi nafnið mitt úr Sif í Sibba og var alveg brjáluð ef ég var kölluð Valgerður.

10 – Tíunda og síðasta staðreyndin um mig er….. ég var ÓVART skírð Valgerður. Ég átti að heita Sif Jónsdóttir en var óvart skírð Valgerður Sif Jónsdóttir. Hvernig er hægt að skíra barn óvart spyrja sig eflaust einhverjir? Jú það var nefnilega þannig að amma mín hét Valgerður. Hún var erfið kona og algjör gribba. Yndisleg samt sem áður. Þegar ég var lítil var alltaf verið að grínast í blóðmóður minni hvort hún ætlaði nú ekki að skíra mig Valgerði svo amma fengi loksins nöfnu. Þetta endaði með því að þegar upp að skírnarpúltinu var komið og presturinn spyr hvað barnið á að heita segir blóðmóðir mín óvart “Valgerður Sif” og þá var ekki aftur snúið þar sem Valgerður amma var í kirkjunni og grét af gleði yfir því að vera loksins komin með nöfnu.

Þar hafiði það. Vonandi höfðu þið gaman af þessum staðreyndum sem ég held að fair hafi vitað um mig.
Þangað til næst! Kys og kram.

Facebook Comments
Share: