6 mánaða fataverslunar fasta // 6 month shopping fast

Ég er týpa sem elska tísku, að fylgjast með fatastíl annarra og tjá mig með fötum. Mér finnst ég hafa nokkuð góða hugmynd um það hver stíll minn er og í hverju mér líður vel í og hef ég tekið mér tíma í að vanda valið og sanka að mér flíkum sem standa við stíl minn og gildi.

Áður fyrr var ég hinn fullkomni neytandi, ég elskaði “fast fashion” búðir þar sem allt var ódýrt og ég gat fengið mikið fyrir peninginn. Flíkurnar þurftu bara að vera fallegar, ekkert endilega vandaðar, og það skipti ekki öllu þó þær pössuðu mér ekki fullkomlega. Ég vissi innst inni að þau sem þurftu að sauma fötin mín höfðu það ekkert ofsalega gott, en það var eitt af þessum hlutum sem er óþægilegt að hugsa um svo ég sópaði því hratt í burtu.

-English- 

I’m the type of person who loves fashion, observe other peoples clothing style and express myself with clothing. I feel like I have a pretty good grasp of what my “style” is and what I feel good in as I have taken the time to carefully pick clothing that fits my style and values. 

I used to be the perfect consumer, I loved fast fashion stores where everything was cheap and I could get a lot for my buck. The garments only had to look beautiful, they didn’t necessarily have to be in high quality and it didn’t always matter if they didn’t fit me quite right. I new deep inside that those who had to sew my clothes weren’t in great working situations but it’s one of those things that is uncomfortable to think about, so I always brushed it off.

Ég hef skilið við þetta hugarfar að mestu og eftir að ég fór að velja flíkurnar mínar betur þá vissulega versla ég minna í einu, ég versla vandað, sanngjarnt og umhverfisvænna, og ég er vissulega mjög ánægð með flíkurnar. Í raun er ég í heildina mjög ánægð með fataskápinn minn en samt er það einhvern veginn aldrei nóg. Það þarf alltaf meira, um leið og ég er komin með eina flík sem ég hef beðið eftir, þá fer ég að hugsa um þá næstu. Skápurinn minn höndlar ekki endalaust og þó ég velji umhverfisvænni flíkur verður það seint umhverfisvænt að yfirfylla allt.

Ég hef því ákveðið að hefja 6 mánaða fataverslunar föstu.

Ég hef verið að hugsa þetta í svolítinn tíma og var hálfpartinn byrjuð í október. Ég ákvað að taka fataverslunar föstu en ég var ekki með neina tímalengd í huga og ætlaði að sjá hvað ég “entist” lengi. Í lok nóvember var ég þá ekki búin að versla síðan einhvern tíman í september. Þá hófust Black Friday auglýsingarnar. Ég hef þegar breytt neysluvenjum mínum mikið hvað fatakaup varðar en ég verð að vera hreinskilin og segja að samband mitt við föt og tísku er ekki enn eins og ég vil hafa það. Ég rembdist í gegnum Black Friday með möntruna í huganum..:”ekki kaupa neitt, ekki kaupa neitt”. Það gekk næstum því. Svona rétt fyrir miðnætti þá bugaðist ég og verslaði.

Ég byrjaði á að versla flík sem mig langaði mikið í frá frábæru fyrirtæki, en þá var fjandinn laus. Ég veit ekki af hverju en einhverra hluta vegna er auðveldara fyrir mig að versla og réttlæta kaup mín ef ég er búin að taka fyrsta skrefið, sem sagt versla eina flík eða hjá einni búð. Ég var búin að brjóta föstuna hvort sem er..svo ég verslaði við tvær búðir í viðbót. Er einhver sem tengir?

Ég sé ekki eftir kaupunum og er hæstánægð með allt sem ég fékk í hendurnar, allt framleitt á sanngjarnan hátt úr umhverfisvænni efnum. En hegðunin skaut mér smá skelk í bringu. Þetta gerðist svo hratt, korteri seinna var vísa reikningurinn töluvert hærri og ég átti von á þremur sendingum. Ég vil laga þetta samband og held ég að það muni taka góðan tíma.

Stuttar föstur hafa aldrei gengið fyrir mig, mér gengur yfirleitt nokkuð vel í 1-2 mánuði (sérstaklega ef ég var dugleg að versla fyrir það) en svo spring ég og versla jafnvel meira fyrir vikið. Því fór ég að íhuga að hefja 6 mánaða föstu. Þið veltið ykkur kannski fyrir því hvort það valdi ekki bara allsherjar sprengingu á endanum með tilheyrandi gjaldþroti og sendingum í tugatali.

Ég get því miður ekki svarað því þar sem ég veit ekki hvernig sagan endar. Þetta er algjörlega lærdómsferli fyrir mig. Ég vona þó að þetta gefi mér nægan tíma til þess að meta hvaða tilfinningar ég upplifi þegar ég fæ þörfina til þess að versla, hverjir helstu triggerarnir eru, af hverju ég upplifi þessar tilfinningar og hvernig ég get unnið í þeim.

Ég viðurkenni fúslega að ég er hálf hrædd. Hrædd við að mistakast. Hrædd við að læra hvað raunverulega býr á bak við neyslu hegðun mína, hrædd við að takast á við sjálfan mig. Það vottar þó einnig fyrir smá spenningi, að láta reyna á þetta, því ég veit að ávinningurinn getur verið svo góður, ekki einungis fyrir umhverfið og budduna, en einnig fyrir sálina.

Samstarfskona mín nefndi um daginn þegar hún sá mig renna í gegnum fatasíðu (skoða hvað var nýtt, en ekki hvað) að bráðum fari útsölur að hefjast, jafnvel rétt eftir jól. Hjartað mitt tók kipp. Shit já, ef ég byrja núna þá missi ég af janúar útsölunum. Ég var næstum farin að íhuga að fresta föstunni. Fattiði hvað ég er að eiga við?

Það verða alltaf útsölur, tilboð, auglýsingar. Ég get ekki alltaf beðið eftir næsta hlut eða drauma flík, beðið eftir næstu útsölu og svo tekið á þessu. Mig skortir ekkert, raunverulega ekkert. Ég á alveg að geta gengið í gegnum þessa 6 mánuði leikandi en bara það að skrifa þennan texta leiðir til þess að ég svitna og hjartslátturinn eykst.

Ég ákvað að setja mér nokkrar hliðarreglur til þess að auðvelda mér ferlið. Sérstaklega því að ég er bloggari, ég elska að kynna ykkur fyrir vörumerkjum og ef ég fæ tækifæri á góðu samstarfi þá hafna ég því ekki.

Reglurnar eru bara tvær.

1. Ef ég raunverulega virkilega vantar eitthvað sem ég get ekki fengið lánað, þá má ég kaupa það notað.

2. Fastan gildir ekki um samstörf. Þau verða ávalt vel valin eins og áður og stangast ekki á við mín gildi.

Thats it!

Ég er að skrifa þessa færslu í algjörri hreinskilni og berskjalda mig fyrir almenningi. Þið eruð að lesa eitthvað sem ég tel vera minn helsta galla hvað tískuna varðar og hnökra mína í þessari vegferð að mínimaliskari lífsstíl.

Ég viðurkenni að ég er smá stressuð yfir viðbrögðunum. Kannski finnst fólki ég bara vera forréttindapía, eiga það of gott, þetta er ekki vandamál. Það er satt. Ég hef gífurleg forréttindi, og þetta er í raun ekki vandamál þannig séð, það er algjörlega lúxus að eiga við svona “vandamál”.

Svo margir hafa að mikið verr og svo margir neyðast til þess að versla ekki föt í 6 mánuði eða lengur því það er einfaldlega ekki peningur fyrir fötum. Þessi færsla er alls ekki gerð til þess að gera lítið úr þeim vanda. Hins vegar trúi ég því að í nútíma neyslusamfélagi hljóti að vera einhver annar sem tengir, einhver sem þekkir þetta, einhver sem er á ákveðnum punkti í svipaðri vegferð.

Ég ætla því að brjóta múrinn og ræða þetta.

Það sem ég ætla að nýta þessa 6 mánuði í er að:

– Lýta vandlega inn á við þegar þörfin til þess að versla kemur upp

– Skoða hvaða tilfinningar koma upp og hvað olli þeim

– Prófa mig áfram í jákvæðum leiðum til þess að leiða hugan frá fatasíðunum/búðunum

– Æfa mig í að nota fötin mín á fjölbreyttari hátt

– Fara í gegnum amk tvær 10×10 áskoranir (þið getið séð sumar áskorun mína hér)

– Prófa að eiga fataskipti við vini ef ég á flíkur sem ég er leið á

– Fara með flíkur sem þarf að laga til klæðskera (sumir myndu segjast ætla að læra að laga fötin sín sjálf en við skulum ekki gerast of bjartsýn hérna hjá fröken 10 þumalputtum)

Ég geri ráð fyrir að skrifa um 10×10 áskoranirnar og taka myndir af fatasamsetningunum.

Einnig mun ég skrifa færslu eftir 3 mánuði og segja frá því hvernig staðan er. Ég veit af persónulegri reynslu að á þriðja mánuði mun verulega vera farið að síga í þolinmæðina og viljastyrkinn svo að þá verða öll góð ráð nýtt.

Mér þætti vænt um að heyra frá ykkur ef það er eitthvað sérstakt sem ykkur langar að vita eða að komi fram í 3 mánaða færslunni.

Annars getið þið fylgst með mér á instagram þar sem ég er dugleg að setja inn fatasamsetningar, vegan mat og fleira skemmtilegt: → amandasophy

-English- 

I feel like I have parted from this way of thinking, in most ways at least. I started buying less since I started picking my garments and where they come from more carefully, I buy garments in higher quality made of more environmentally friendly fabrics in fair working conditions. This way of shopping has made me more content with my clothing in general. Honestly, I feel great about my closet but there is still this yearning of more. As soon as I buy one garment I have been yearning for, I find another “dream garment”. My closet doesn’t have endless space nor is it sustainable buying at this rate, even when one picks a more sustainable option. 

That’s why I have decided to do a 6 month shopping fast

I have been considering this for a while and I had sort of already started in beginning of October. I decided to do a shopping fast but I didn’t have any fixed ending to it, I was just going to wing it and see how long I lasted. By the end of November I hadn’t shopped since sometime in September. That’s when I got bombarded with all kinds of Black Friday advertisements. I have already changed my way of consumption in many ways but I have to be honest and say that my relationship with clothes and fashion is not where I want it to be. I struggled through whole Black Friday telling myself quietly to not buy anything – over and over again. It almost worked, until I caved a few minutes before midnight. 

I bought a garment from a great company that I had been wanting for a while but that’s when hell broke loose. For some reason I find it easier to shop (until I drop) after taking the first step. My fast was ruined anyway, might as well do some proper shopping, so I bought a few more garments from two other web stores. Is there anyone who relates?

I don’t regret everything I bought and I’m quite happy with the garments I received but this type of behavior scares me. This all happened so fast, in 15 minutes I had a much higher visa bill and three deliveries booked. I want to fix this relationship and I think it will take a while. Short shopping bans or fasts have never worked for me, it usually goes fine for 1-2 months but then I cave and end up shopping more than I might have. That’s why I decided to do 6 months. You might wonder if that won’t just end with me stir crazy, shopping like I’ve never shopped before and thus going bankrupt. 

I don’t know how this story ends so I can’t really tell. This is a complete learning process for me. I hope this will give me enough time to really think about my feelings when I get this urge to shop, what my triggers are, why I feel the way I feel and how I can work with them. I admit that I’m afraid, afraid of failure, afraid to really understand my consumption and the reasons behind it. I also feel excited because I know the benefits can be great, not just for the environment and my wallet, but also for my soul. 

My co-worker saw me scrolling through one of my favorite web shops the other day (checking in on what is new, of course) and mentioned that the sales will start soon, probably right after Christmas. My heart skipped a beat. Shit, that’s right, if I do this fast now then I can’t do any shopping during one of the biggest sales of the year. I almost contemplated delaying this fast. Do you see what I’m dealing with?

There is always going to be sales, discounts, advertisements. I can’t always wait for the next garment of my dreams or wait for the next sale, to actually deal with this. I don’t lack anything, I really don’t. I should be able to go through this 6 month fast without much trouble, yet I feel my body sweating and my heart racing as I write this. I have decided to write a couple of rules for this fast to make things easier for me. 

The rules are only two

  1. If I really really need something, that I can’t get borrowed, then I may buy it second hand.
  2. This fast doesn’t count in collaborations with companies. I will choose them carefully as always and I won’t advertise anything that doesn’t go with my values.

That’s it!

I am writing this article with full honesty and vulnerability. You are reading something about my that I feel is one of my biggest flaw in my journey to a minimalist lifestyle. I admit that I feel nervous about public reaction. People might perhaps think that I’m just this girl full of privilege, that my situation is too good, this isn’t a real problem. It’s true. I am so privileged in so many ways, and this isn’t a real problem, it is definitely a luxury to “have to shop less”. So many people have it a lot worse and simply can’t buy new clothes for 6 months or a longer period of time because there is no money for it. This article is in no way written to demean that situation. I do however believe that in today’s society that is full of consumerism, there is someone that relates or is going through a similar journey. 

That’s why I’m speaking up about this. 

For the next 6 months I will focus on:

  • To really look inward when I get the urge to shop
  • Examine my feelings and what caused them 
  • Try out positive ways to distract myself from all the stores and web shops
  • Practice wearing my clothes in different ways, making outfits that I haven’t thought about
  • Do at least two 10×10 challenges (You can read about my summer challenge here). 
  • Try to swap clothes with friends if I have any garments I’m not wearing
  • Take clothing that need fixing to a sewer (some would make it a goal to learn how to fix the clothes themselves but I have like ten thumbs so that’s not very realistic for me)

I am going to write about the 10×10 challenges I’ll do as well as taking pictures of the outfits. I will also write an update in 3 months on how the challenge is going. I know from experience that by the 3rd month my patience will already be tested significantly. I would love to hear from you if there is anything specific you would like to know or something I should write about in the 3 month update. 

You can follow me on Instagram where I post outfit photos on a regular, vegan food and other fun things: → amandasophy 

Þar til næst! // Until next!

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *