Heimsókn í Ethic verslun

Ethic er íslensk fjölskyldurekin verslun sem selur fatnað frá umhverfisvænum vörumerkjum þar sem virðing og sanngjarnar aðstæður starfsmanna eru hafðar að leiðarljósi.

Flest vörumerkin eru með grænkera vænt úrval en skórnir (Kavat og Fortress of Inca) henta ekki grænkerum. Ég hef fylgst vel með Ethic frá því að ég kynntist netversluninni en í byrjun þekkti ég þrjú vörumerki af síðunni, Mud jeansPeople Tree og Jan N June. Allt eru þetta ofboðslega flott merki sem skora hátt á listum yfir sanngjörn og umhverfisvæn fyrirtæki.

Ég fjallaði stuttlega um undirfatamerkið WORON hér, og komst svo að því að Ethic er að selja smávegis af þeirra úrvali.

Ethic hóf nýlega að selja vörur sínar á Suðurlandsbraut 4 en þar áður hafði salan einungis farið fram á netinu eða á Neskaupstað þar sem ævintýrið hófst. Ég kíkti í verslun þeirra á Suðurlandsbraut í samstarfi við Ethic, tók nokkrar myndir og mátaði flíkur. Það er ótrúlega gaman að fá tækifæri til þess að skoða svona mörg falleg og sanngjörn vörumerki á sama stað, og þægilegt að fá að máta og skoða efnið í flíkunum í rólegheitum.

Mini Rodini er sænskt barnafatamerki sem stofnað var árið 2006 en flíkurnar eru litríkar, skemmtilegar og vandaðar. Flíkurnar eru framleiddar með virðingu til starfsmanna og umhverfis okkar að leiðarljósi.

Mini Rodini notast meðal annars við lífræna bómull, endurunnið polyester og Modal (unnið úr trefjum beykiviðs) en einnig endurnýta þau efni úr eldri flíkum sem seljast ekki. Bómullin er GOTS vottuð og polyester efnið hefur GRS vottun (Global Recycle Standard).

Mini Rodini starfar með vel völdum verksmiðjum sem hafa t.d. fair trade vottanir eða SA-8000 (mikilvæg vottun fyrir aðstæðum starfsmanna). Ég sé ekki betur en að allar flíkurnar frá Mini Rodini séu grænkera vænar (feldurinn og “leður” bútarnir á úlpunum eru úr endurunnu polyester).

Æðislegur pöndugalli! Ég á ekki börn en ég held að þetta vörumerki verði í uppáhaldi þegar að því kemur.

Allar flíkurnar eru unisex, sem sagt ekkert sérstaklega markaðsett bara fyrir stráka eða stelpur sem mér finnst æðislegt.

Hér má sjá undirfatnað frá WORON en vörumerkið framleiðir vegan og cruelty free fatnað úr Modal (sem unnið er úr beykivið), lífrænni bómull og endurunnu polyamide (búið til úr plasti úr sjónum).

Sokkarnir eru frá vörumerkinu People Tree sem er með Fair Trade vottun og eru sokkarnir úr lífrænni bómull.

Á slánni hanga fallegar flíkur frá WORON (samfellur), Jann N June, Frieda Sand og People Tree.

Gallabuxur frá Mud Jeans innihalda um 23-40% af notuðu gallaefni, sem sagt gallaefni úr t.d. jökkum eða buxum sem einstaklingar hafa hætt að nota og sent í endurvinnslu. Þessi aðferð leiðir til þess að minna af fatnaði fer í urðum, minna af vatni þarf í að framleiða nýju buxurnar (talið er að um 8000L af vatni þurfi til þess að framleiða einar nýjar gallabuxur) auk þess sem kolefnisspor buxnanna eru minni en hjá hefðbundnum gallabuxum.  Ef þú átt gamlar gallabuxur sem sitja ónotaðar inni í skáp þá er hægt að senda þeim buxurnar og fá afslátt af nýjum í staðin. Notast er við lífræna bómull á móti endurunna gallaefninu en Mud er einnig 100% grænkera vænt.

Samfella frá WORON (hér) og gallabuxur frá MUD (hér).

Virkilega flott kápa frá People Tree (hér) sem er einnig hægt að nota sem kjól.

Ég var mjög skotin í efninu og sniðinu á þessari Jan N June peysu (hér).

Bolur frá Jan N June (hér) og golla frá People Tree (hér). Gollan er fair trade vottuð úr 100% lífrænni bómull, hún er ótrúlega mjúk og þægileg. Bolurinn er mjög basic en svo fallegur í sniðinu og efnið æðislegt. Ég elska að vera í einföldum flíkum sem eru svo vandaðar að það gerir þær smá extra.

Þægilegur og flottur kjóll frá Frieda Sand (hér) úr lífrænni bómull, Modal og smávegis spandex. Bómullin sem Frieda Sand notar er GOTS vottuð en auk þess er framleiðsla vörumerkisins með SA-8000 vottun.

Þessi æðislegi People Tree kjóll (hér) er úr Tencel sem er búið til úr viðartrefjum og er eitt af umhverfisvænni efnum sem notuð eru í fataiðnaðinum. Kjóllinn er svo kallaður “wrap” kjóll en þú bindur hann saman eins og þér hentar. Mér finnst það einstaklega þægilegt upp á að ráða hversu þröngur hann er um mittið (hentar vel í matarboð og slíkt ef þið skiljið mig).

Ég er ekkert smá hrifin af þessari Jan N June kápu (hér) en hún er ofboðslega mjúk og hlý, alveg virkilega kósý og svo flott! Kápan er búin til úr lífrænni bómull og endurunnu plasti.

Ég vildi varla fara úr þessum samfesting (hér), svo þægilegur var hann. Hann teygjist vel og er úr mjög mjúku efni. Ég passaði fullkomlega í stærð 8 en nota venjulega stærð 10-12 svo samfestingurinn er í stærra laginu. Svona samfestingar eru mjög fjölbreyttir en hægt er að klæða þá upp við fína skó og kápu eða niður við t.d. strigaskó og gallajakka eða gollu. Það er ábyggilega mjög smart að nota belti í mittið og svo er hægt að skella yfir sig þægilegri peysu ef það er kalt (já, mig langar svolítið í þennan samfesting).

Ég varð klárlega skotnari í þessari verslun eftir heimsóknina og vörumerkjunum sem nefndi að ofan, það er æðislegt að hafa þann valkost að versla umhverfisvænni og sanngjarnari flíkur í eigin landi og eiga þannig auðveldara með að nálgast vörurnar til að skoða, og skipta ef þess þarf. Ég mæli klárlega með að kíkja á úrvalið. Þar til næst!

Færslan er unnin í samstarfi við:

Facebook Comments

1 Comment

  1. December 21, 2018 / 8:29 am

    It’s in point of fact a nice and useful piece of info.

    I am satisfied that you shared this useful info with us.
    Please keep us informed like this. Thanks for sharing.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *