Umhverfisvænni undirfatnaður // eco friendly underwear

Það sem ég leitast eftir í fatnaði í dag er fyrst og fremst þægindi, og að mér líði vel í þeim. Skilgreiningin á slíku getur breyst en í dag þýðir það að ég vil einungis undirfatnað úr mjúkum efnum sem anda vel og þrengja ekki að. Þessa dagana er ég því 90% af tímanum mínum í mjúkum toppum án vírs sem ganga meðal annars undir nafninu “brallettes”. Ég vil hreinlega ekki sjá þrönga brjóstahaldara lengur, ég fór í einum í vinnuna um daginn og mér leið eins og það væri verið að kremja á mér rifbeinin..

Það eru nokkrir toppar sem ég hef verið að nota gífurlega mikið undanfarið en þyrfti eiginlega að fara að eignast fleiri fyrst ég vil ekki sjá gömlu brjóstahaldarana lengur (og kem þeim auðvitað í góðar hendur í staðin). Ég ákvað því að skoða hvað væri í boði, hvað gæti hentað mér og segja frá því í leiðinni hvaða vörur ég hef prófað. Vörumerkin eiga það öll sameiginlegt að vera framleidd á sanngjarnan hátt úr umhverfisvænni efnum en slíkt er mér hjartans mál, ég finn líka gífurlegan mun á umhverfisvænu undirfötunum.

Þessi listi gæti verið heldur einsleitur, ég reyndi að passa að eitthvað af vörumerkjunum bjóði upp á meira úrval í stærðum, en þar sem ég er aðallega í leit að bralettes sem veita miðlungs stuðning, þá endurspeglar listinn það.

-English-

What I look for in clothing today is first and foremost that they are comfortable and that I feel good in them. What that means can change through time but today it means that I only want underwear made of soft and breathable materials. 90% of my time these days I’m wearing soft tops or bralettes. I don’t want to see tight bras any more, I went to work in one the other day and the whole day felt like my ribs were being tightened. There are a few tops that I have been wearing a lot lately but I do need a few more for rotation since I don’t want to see my old bras anymore. I decided to see what I could find of brands that might work for me and what I have already tried. These brands make their clothes in ethical conditions with sustainable materials, which is very important to me.

This list is not as inclusive as I’d like, I tried make sure to include brands that offer a wider variety of sizes but this list does reflect the fact that what I am looking for is well made bralettes with medium support.

Boody

Boody er ástralskt vörumerki sem framleiðir einfaldan nærfatnað, boli og sokka úr bambus. Boody er með lífræna vottun sem heitir Ecocert en sú vottun sýnir fram á gagnsæi í framleiðslu og ræktun á lífrænum bambus plöntum auk FSC (Forest Stewardship Council) vottun sem tryggir ábyrga ræktun og að ekki sé verið að ryðja hýbýli annarra. Boody er einnig með OEKO-TEX vottun en sú vottun gengur út á að sýna fram á að varan innihaldi engin hættuleg eða skaðleg efni. Önnur mikilvæg vottun sem Boody hefur er WRAP (Worldwide Responsible Accredited Production) vottun sem tryggir að verksmiðjur og vinnslusvæði fari eftir reglum um aðbúnað og réttindi í starfi, banni við þvingaðri vinnu, barnaþrælkun, áreiti auk þess sem uppfylla þarf ákveðin skilyrði um laun, fríðindi, vinnutíma, öryggi og fleira.

Boody standa má finna í flestum apótekum, sjálf á ég þennan topp frá þeim, leggings og sokka. Efnið er virkilega mjúkt, toppurinn er mjög þægilegur og er ég mikið í honum þegar ég er heima í kosý. Leggingsin hef ég aðallega notað þegar ég er að fara að vera lengi úti í kuldanum, innan undir aðrar buxur og er það algjör life saver. Stuðningurinn í toppnum er þó ekki gífurlegur og vona ég að meira af úrvalinu sem er í boði erlendis, verði til hjá okkur. Ég væri t.d. gjarnan til í svona topp.

-English-

Boody is an Australian brand that makes basic underwear, shirts and socks made of bamboo. Boody has an organic certificate called Ecocert, that ensures transparency in production and in growing the crops, as well an FSC certification (Forest Stewardship council) that ensures responsible farming and harvesting and that Boody does not contribute to habitat loss or destruction. Boody also has a OEKO-TEX certification that ensures that the products or fabric don’t have any dangerous or harmful chemicals.  Another important certification that Boody has is WRAP (Worldwide Responsible Accredited Production) that ensures that the factories and farms abide certain code of conducts, ban of forced labor or child labor and harassment/abuse, as well as certain conditions of fair pay, benefits, work hours, safety and more. 

You can find Boody in most pharmacies in Iceland, I have this top as well as leggings and socks. The fabric is really soft, the top is very comfortable and I wear it a lot when lounging at home. I use the leggings a lot in the winter under other pants when I’m going to spend a lot of time outside and it is a live safer. The top has low support so I would hope that there will be more variety available in Iceland later, I’d like a top like this for example.

Saint Basics

Saint Basics framleiðir nærfatnað og boli úr Eucalyptus plöntunni og skorar þetta vörumerki hátt sem umhverfisvænt vörumerki. Eucalyptus plantan er bakteríudrepandi sem gerir það einkar hentugt efni í nærfatnað en auk þess er hún ræktuð án allra skaðlegra efna. Saint Basics er með GOTS vottun sem fer fram á strangar kröfur hvað varðar samfélags- og umhverfisábyrgð auk öryggis í framleiðslu. Saint Basics hefur einnig OEKO-TEX vottun.

Ég er persónulega mjög spennt fyrir þessu vörumerki.

-English-

Saint Basics sells underwear and shirts made of the Eucalyptus plant and this brand scores high in sustainability. Eucalyptus is antimicrobial which makes fabric made from it great for underwear, as well as the fact that Eucalyptus does not need any chemicals during farming. Saint Basics has a GOTS certification that has strict standards of social and environmental responsibility as well as safety in production. Saint Basics also has a OEKO-TEX certification. I am personally very intrigued by this brand. 

Lé Buns

Ég hef fjallað um vörumerkið Lé Buns hér en flíkurnar fást á netversluninni Heima er gott. Lé Buns flíkurnar eru GOTS vottaðar og eru úr lífrænum bómull.

-English- 

I have written about the brand Lé Buns here as they are available at the Icelandic web shop Heima er gott. Lé Buns has a GOTS cerfication and the garments are made of organic cotton.

Hara

Hara framleiðir sanngjörn og umhverfisvæn nærföt í kjölfar þess að stofnandi vörumerkisins hafði eytt góðum tíma á Indlandi og áttað sig á því hversu mengandi fataiðnaðurinn er. Flíkurnar eru framleiddar úr OEKO-TEX vottuðum bambus og þær umsagnir sem ég hef fundið dásama vörurnar fyrir mýkt og þægindi. Hara styrkir félagið EJF (Environmental Justice Foundation) en herferðir þeirra ganga meðal annars út á fræðslu skordýraeiturs og áhrif þeirra á umhverfið og aðra og misnotkun og valdbeitingu á einstaklingum sem starfa í bómullar iðnaðinum.

-English-

The founder of Hara spent some time in India and realized how polluting the fashion industry was. Hara was the result of wanting to make better options for people. The underwear is made with OEKO-TEX certified bamboo, the reviews that I have read indicate that they are very soft and comfortable. Hara is working with EJF (Environmental Justice Foundation), EJF has several campaigns going on education on pesticides and their impact on the environment and workers, as well as shining light on abuse and general bad treatment of workers in the cotton industry. 

Azura bay

Azura bay bíður upp á sanngjarnan og umhverfisvænan nærfatnað, sundfatnað og kósy föt frá nokkrum vel völdum vörumerkjum. Azura bay hefur strangar kröfur varðandi þau vörumerki sem þau bjóða upp á og verða þær að vera sanngjarnar og umhverfisvænar en sum þeirra eru einnig heimagerð handverk. Þegar flíkur eru verslaðar hjá þeim er í boði að velja eitt af þremur góðgerðastörfum sem þau styrkja hverju sinni, og rennur þá ákveðinn hluti af þínum kaupum til þess félags sem var valið. Flíkunum er pakkað í kassa úr endurunnum pappa sem eru límdir saman með niðurbrjótanlegu lími. Þið getið lesið um vörumerkin sem Azurbay býður upp á hér.

-English-

Azura bay offers fair and sustainable underwear, swimwear and lounge wear from a few different labels. Azura bay has strict standards for the brands they pick as they have to be ethical and eco friendly, some of them are artisan as well. You can pick one of three charities they donate to at the check out, and then a percentage of your buy goes to the charity you chose. The garments are packed in recycled paper that is glued together with biodegradable glue. You can read about the brands that Azura bay offers here

Luva Huva

Luva huva framleiðir sanngjarnan nærfatnað úr meðal annars bambus, lífrænni bómull, Tencelsoya og hamp og en flíkurnar eru hannaðar og saumaðar í litlu stúdíói í Brighton af fjórum konum og einum whippet (mjög mikilvægur starfskraftur að sjálfsögðu). Þau sauma upp lítinn lager í einu til þess að draga úr sóun sem mér þykir alltaf góður kostur. Mér finnst einnig frábært að gott úrval er í boði af stærðum (miðað við mörg vörumerki í þessum geira) en einnig er hægt að senda málin sín og láta sérsauma flíkurnar.

-English-

Luva Huva makes fair underwear from for example bamboo, organic cotton, Tencel, soy and hemp. The underwear are designed and sewed in a small studio in Brighton by four women and a whippet (very important employee of course!). They make a small batch at a time to limit waste which is always a good thing. I love that there is a wider range of sizes available comparing to similar brands and you can even send them your measurements for a custom size. 

WORON

WORON framleiðir vegan og cruelty free nærfatnað úr efni sem heitir lenzig Modal en það er búið til úr trefjum beyki viðar. Beyki viðurinn er framleiddur á ábyrgan hátt, þarfnast minna af vatni en bómull en efnið líkist silki í viðkomu. Önnur efni sem WORON notar eru lífræn bómull og endurunnið polyamide í sundfötin (polyamide efnið er búið til úr endurunni plasti úr sjónum) og litarefnin eru OEKO-TEX vottuð. Flíkunum er pakkað í kassa úr endurunnum pappa. Eitthvað úrval af WORON hefur fengist hjá ethic.is.

-English-

WORON makes vegan and cruelty free underwear made from material called lenzig Modal, which is made from the fibers of beech wood pulp. The beech wood is farmed in a responsible way, it needs less water than cotton and the fabric feels like silk. WORON also uses materials such as organic cotton, recycled polyamide for the swimwear (the polyamide is made from recycled plastic harvested from the sea) and the dyes are OEKO-TEX certified. The garments are shipped in recycled paper boxes. Some of the variety has been available at ethic.is

Nude label

Nude label framleiðir sanngjarnan nærfatnað í Valencia á Spáni í fjölskyldu rekinni verksmiðju. Stofnendur Nude búa einnig í Valencia og fylgjast því vel með. Flíkurnar eru meðal annars framleiddar úr GOTS vottuðum lífrænum bómull. Smávegis úrval af Nudel label vörum hafa stundum fengist í ORG í Kringlunni.

-English-

Nude label makes fair underwear in Valencia in Spain in a family owned facility. The founders of Nude label live in Valencia as well so they are close by. The garments are made from fabrics such as GOTS certified organic cotton. There is sometimes a small variety of Nude label items in ORG in Kringlan. 

NICO

NICO framleiðir mínimaliskan nærfatnað úr meðal annars Modal efni (sem unnið er úr beyki), endurunnum bómull og endurunnu nyloni. Stofnendur eru mjög gagnsæ um verksmiðjurnar sem framleiða flíkurnar þeirra. Nico býður upp á body suits, sokka og sundföt auk nærfatnað.

Athugið að stærðartöfluna má finna neðst á síðunni vinstra megin (var smá tíma að finna þetta og ætlaði að fara að hneykslast að ekki væri hægt að sjá hvaða stærð ætti að taka).

-English-

NICO makes minimalist underwear from fabrics such as Modal (which is made from beech wood), recycled cotton and recycled nylon. The founders are very transparent about the factories that make their garments. NICO offers body suits, socks and swimwear as well as underwear. The size chart is below on the website, in the left corner. 

Underprotection 

Underprotection er danskt vörumerki sem framleiðir sanngjarnan og umhverfisvænan nærfatnað.

Notast er við efni svo sem endurunnið polyesterlyocell og lífrænan bómull. Vörurnar eru GOTS vottaðar, GRS (Global Recycled Standard) vottuð, OEKO-TEX vottaðar, PETA-approved vegan og FWF (Fair Wear Foundation) vottaðar. Underprotection selur kosý fatnað og sundfatnað auk nærfatnað.

-English-

Underprotection is a danish brand that makes fair and sustainable underwear. They use fabrics such as recycled polyester, Lyocell and organic cotton. Their products are GOTS certified, GRS certified (Global Recycled Standard), OEKO-TEX, certified, Peta-approved vegan and FWF certified (Fair Wear Foundation). Underprotection sells lounge wear and swimwear as well as underwear.

PANSY

PANSY framleiðir sanngjarnan nærfatnað í Bandaríkjunum úr lífrænum bómull. Bómullin er ræktuð í Texas, unnin í Norður-Karolínu og flíkurnar saumaðar í Californíu. Fyrirtækið sýnir gagnsæi í framleiðsluferli sínu og tekur gjarnan á móti fyrirspurnum.

-English-

PANSY makes fair underwear in US from organic cotton. The cotton is farmed in Texas, milled in North-Caroline and the garments are sewed in California. The company is transparent about their production and will happily answer your questions.

Organic Basics

 Organic basics er danskt fyrirtæki sem framleiðir umhverfisvæn og minimalísk undirföt. Flíkurnar eru framleiddar úr GOTS vottuðum bómull en þau eru einnig með línu úr efni sem þau kalla Silver Tech en það hefur bakteríudrepandi eiginleika og þarf því að þvo flíkur úr slíku efni sjaldnar. Lítið magn af silfri er notað í flíkurnar en þau nefna að 5000 Silver Tech flíkur samsvari um tveimur silfurhringum. Aðrar vottarnir sem verksmiðjur þeirra hafa er OKEO-TEX og BSCI (Business Social Compliance Initiative) en Organic basics eru mjög gagnsæ um verksmiðjur sínar og má lesa um þær hér.

Organic basics býður upp á pakka tilboð en það er t.d. hagstæðara að versla sett af topp og nærbuxum saman heldur að setja það í körfuna í sitthvoru lagi. Ég keypti mér þennan pakka og væri alveg til í annan því flíkurnar eru í stöðugri notkun. Þetta er ekki ódýr fatnaður en mér þykir hann vel þess virði, sendingarkostnaðurinn er þó nokkuð hár svo ég myndi mæla með að setja saman í sendingu með vinum ef áhugi er fyrir því. Ég notaði einnig afsláttarkóða sem ég fann á blogginu A considered life (er virkilega hrifin af þessu bloggi) til þess að fá 15% afslátt, en kóðinn er “aconsideredlifexOB15”.

Ég nota stærðina medium hjá Organic basics og þykir mér stærðartaflan nokkuð áreiðanleg.

-English-

Organic basics is a danish company that makes sustainable and minimalist underwear. The garments are made of GOTS certified cotton as well as a collection made with fabric called SilverTech which has microbial effect so it has to be washed more seldom. They use a small amount of silver for the SilverTech fabric and state that around 5000 SilverTech garments correspond to the same amount of silver as two silver rings. Their factories are also OKEO-TEX certified and BSCI certified (Business Social Compliance Initiative), Organic basic is transparent about their factories and you can read about them here

Organic basics offer package deals so it is cheaper to shop a set from the package deal as to adding the products individually to the basket. I bought this set and I’m thinking about getting another set because I use the items so much. This is not a cheap brand but well worth it to me, the shipping is rather high though so I do recommend ordering with friends if possible. I used a discount code I found at the blog A considered life (I really love this blog) that give me a 15% discount – it is “aconsideredlifexOB15″. 

I wear the size medium and I find their size chart to be pretty reliable. 

Ég vona að þessi listi hafi gagnast að einhverju leiti, sum þessara fyrirtækja sem ég nefndi framleiða einnig nærfatnað sem markaðsett eru fyrir karlmenn, svo sem Boody, Saint Basics og Organic Basics. Þar til næst!

-English-

I hope this list was helpful in some way, some of these brands also market underwear for men such as Boody, Saint basics and Organic basics. Until next!

You can follow me on Instagram here

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *