Umhverfisvænn og sanngjarn íþróttafatnaður – BLACKGLACIER

Færslan er unnin í samstarfi við BLACKGLACIER, skoðanir eru hreinskilnar og mínar eigin

Íþróttafatnaður er viðfangsefni sem ég hef ekki farið út í áður en flestur íþróttafatnaður er yfirleitt úr einhverskonar nylon efni eða efni í svipuðum dúr því það andar vel, hrindir frá sér svita og er teygjanlegt. Nylon er búið til úr plasti.

Mér hefur þótt erfitt að finna umhverfisvænan íþróttafatnað sem er þar að auki sanngjarn í framleiðslu, ég hef fundið örfá vörumerki en hafði þó ekki tekið af skarið í að prófa þau.

Íþróttafötin sem ég á eins og er eru frá stórum vörumerkjum sem eru ekki þekkt fyrir sanngirni í framleiðslu, svo sem Nike, Adidas og Gymshark.

Ég var ótrúlega glöð þegar ég komst að því að BLACKGLACIER væri að hanna nýja íþróttalínu unna úr endurunnum fiskinetum og öðrum textílúrgangi. Það er gífurlegt magn af plasti og rusli í sjónum en fæstir vita að sá iðnaður sem mengar og skilur mest eftir af rusli í sjónum er sjávarútvegurinn.

Það er mjög algengt að bútar af fiskveiðinetum losni ofan í hafið þar sem það er líklegt til að valda skaða á þeim lífverum sem festast í þeim. Slík net eru kölluð drauganet eða ghost nets. Það eru þó nokkur samtök og herferðir í gangi sem ganga út á að kafa eftir eða ná slíkum netum aftur úr sjónum.

Mér finnst því algjör snilld að BLACKGLACIER útbúi eitthvað svo hagnýtt úr blessuðu netunum og styrki þar af leiðandi þá vinnu að ná netunum úr hafinu. Einnig þýðir þetta að ekki verið að útbúa ný efni til að framleiða vörurnar heldur notað það sem til er sem minnkar töluvert kolefnisspor okkar.

Verksmiðjurnar sem framleiða flíkurnar greiða starfsfólki sínu yfir meðallaun og eru skýrar reglur við banni á barnaþrælkun auk þess sem verksmiðjurnar eru umhverfis vottaðar af þriðja aðila.

Efnið sem BLACKGLACIER notast við heitir Econyl® en þetta tiltekna efni er framleitt af Ítölsku fyrirtæki sem selur það áfram til umhverfisvænna fataframleiðanda og er einnig notað í teppagerð.

Fyrir hver 10.000 tonn af framleiddu Econyl efni sparast 57.100 tonn af koltvíoxíð losun og 70.000 tunnur af olíu (í staðin fyrir að útbúa nýtt nylon). Hægt er að endurvinna  flík eða vöru sem búin er til úr Econyl® eftir að hún er úr sér gengin og framleiða úr því nýjar vörur, en efnið tapar ekki gæðum við endurvinnsluna.

Hægt er að forpanta vörurnar á síðu BLACKGLACIER hér, en það er í boði 20% forpöntunarafsláttur . BLACKGLACIER hugsar um allt ferlið frá framleiðslu til afhendingar, en það er passað upp á að vörunum sé pakkað inn í endurvinnanlegar og umhverfisvænar umbúðir úr kraftpappír.

Vörurnar eru væntanlegar 15.nóvember en ég fæ sett til þess að prófa og hlakka mikið að segja ykkur frá hvernig mér líkar og hvernig þær henta á crossfit æfingum.

Ef þú ert í leit að nýjum íþróttafatnaði, endurnýjun á úr sér gengnum flíkum eða vantar fleiri sett, þá mæli ég með að skoða það að versla umhverfisvænni og sanngjarnari valkost auk þess að styðja íslenskt fyrirtæki í leiðinni.

Mér finnst þetta vera einstök vara, það eru ekki margir sem bjóða upp á slíkt og er BLACKGLACIER algjör frumkvöðull að markaðssetja þessa vöru á Íslandi. Takk fyrir það!

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *