10 staðreyndir – Amanda

10 mis vandræðalegar staðreyndir um mig!

1. Ég á mjög erfitt með að lesa á hvolfi. Ég get það en þarf yfirleitt að lesa upphátt og er frekar lengi að því.

2. Ég get ekki verið í ósamstæðum sokkum, það er eitthvað við það sem truflar mig. Ég get það ekki. Frekar geng ég berfætt.

3. Ég átti einu sinni nokkrar kisur sem voru svo duglegar að veiða fugla að ég þróaði með mér fóbíu/ofsahræðslu fyrir dauðum fuglum. Ég var einu sinni “læst” í herberginu mínu sem unglingur þar til aðrir úr fjölskyldunni komu heim því það var dáinn fugl fyrir utan herbergið mitt. Ég er ekki einu sinni smá að djóka.

4. Það hefur lengið verið draumur minn að stofna dýra athvarf þegar ég er “sest í helgan stein” á stórum sveitabæ þar sem sjálfboðaliðar geta komið og aðstoðað og ég knúsað dýr allan daginn. Ég stend mig reglulega að því að detta út vegna slíkra dagdrauma t.d. bara núna meðan ég skrifa þessa setningu.

5. Mamma mín taldi mér trú um sem barn að ef ég gleypti óvart ávaxtafræ þá myndi ávaxtatré vaxa innan í mér. Ég trúði þessu vandræðalega lengi og fór einu sinni að hágráta því ég gleypti óvart eplafræ..

Táningsár mín í hnotskurn

6. Ég er með mjög lélega rýmisgreind og því glötuð í öllum boltaleikjum. Í langan tíma hélt ég að íþróttir væru bara ekki fyrir mig, þar til ég kynntist pole fitness. Þá áttaði ég mig á því að einstaklingsíþróttir væru málið. Ég áttaði mig einnig á því að ég þarf á fjölbreytileika að halda og breyti reglulega til. Síðan þá hef ég einnig æft brazilian jiu jitsu, mma, kick box, sótt hina ýmsu tíma í ræktinni svo sem yoga, spinning, tabata eða verið sjálf að lyfta. Í dag er ég að æfa crossfit.

7. Ég elska að læra og fræða mig. Einnig elska ég að fræða aðra eins og þið hafið mögulega tekið eftir! Ein besta jólagjöf sem ég hef fengið er alfræðiorðabók í máli og myndum sem ég fékk um 8 ára frá afa mínum. Alfræðiorðabókin fór að sjálfsögðu eftir stafrófsröð og innihélt ýmsa fróðleiksmola úr líffræði, landafræði, sögu og fleira.

8. Ég settist iðulega niður með fjölskyldunni yfir kvöldmatnum og sagði frá fróðleiksmolum dagsins, t.d. hvað hákarlar væru með margar tennur eða hversu heitt væri í innri kjarna jarðar. Svona eins og krakkar eru flestir..ekki satt?

9. Ok, þessi alfræðiorðabók er bara of góð. Eins og ég nefndi var ýmislegt úr líffræði í henni. Þar á meðal hvernig við fjölgum okkur. Mín fyrstu kynni af kynfræðslu voru í gegnum þessa bók. Pabbi fattaði það aðeins of seint, settist niður með mér og útskýrði fyrir mér “býflugurnar og blómin” með hjálp bókarinnar góðu. Ég hafði það ekki í mér að skemma fyrir honum og segja að ég væri búin að fræða mig um þetta mál.

10. Ég hata þegar sængin fer út undan sængurverinu. Einnig ef yfirdýnan er smá skökk, hvort sem hún er út fyrir rúmgaflinn eða inn fyrir, eða lakið ekki nógu strekkt sum staðar…þið fattið. Rúmið er minn griðarstaður og ég get oftast ekki sofnað ef þessir hlutir eru ekki í lagi, kærasta mínum til mikillar gleði (já ég hef vakið hann til þess að laga dýnuna).

Þá vitið þið ýmislegt einkennilegt um mig, njótið!

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *