Tradlands: 1 peysa – 5 útfærslur // 1 sweater – 5 outfits

Þessi færsla inniheldur auglýsingalinka// this blog contains affiliate links

Ég hef áður skrifað örlítið um merkið Tradlands í óskalista mínum hvað varðar sanngjarnar tísku. Síðan þá hef ég fylgst náið með merkinu á síðunni þeirra og á instagram. Flíkurnar þeirra eru ekki sérlega ódýrar svo ég vildi skoða öll ummæli og sjá hvernig þær litu út á mismunandi líkamsgerðum og í mismunandi útfærslum. Alltaf komst ég að sömu niðurstöðu, þessar flíkur virtust vera ótrúlega þægilegar, vandaðar og fjölbreyttar.

Á endanum stökk ég á vaðið og pantaði mér hvíta stutterma skyrtu sem heitir The Lily og ljós bleika peysu sem heitir Varsity Sweatshirt. Flíkurnar stóðust allar mínar væntingar og gott betur. Ég fór eftir stærðartöflunni sem gefinn er upp á síðunni og fannst mér báðar flíkur passa fullkomlega (Ég tók stærð Medium). Um leið og ég tók skyrtuna upp fann ég hversu vandað efnið var. Peysan er sjúklega þægileg, liturinn fallegur og sniðið bara akkúrat eins og ég vil hafa það. Peysan er ekki bara peysa, mér finnst ég fín í henni sama hvort hún sé við gallabuxur, íþróttabuxur eða annað. Skyrtan er besta skyrta sem ég hef átt. Eins og nefndi þá er efnið virkilega vandað, þó að skyrtan krumpist aðeins þá er hún samt flott á mér, og það besta er að skyrturnar eru sérstaklega hannaðar til þess að henta konum á praktískan hátt. Ekkert “boob gap”, ég þarf ekki lengur að kaupa skyrtur sem eru tveimur númerum of stórar svo að þær passi yfir axlirnar og brjóstin en verða þá í leiðinni eins og tjald.

-English-

I have written before about Tradlands, very briefly in my latest wishlist about ethical brands. I have been watching the brand closely since then on their website and their instagram page (and the #tradlands hashtag). Their clothing isn’t exactly cheap so I wanted to read everyt review and see how the clothing looks on different body shapes and different styling. I always ended up thinking the samething, the clothing just looks incredibly comfortable, versatile and made of quality.

I finally decided to order a white short sleeve button up named The Lily and a light pink sweater named Varsity Sweatshirt. The clothing was everything I thought they were and more. I used the size guide on the website and both of the clothing fit me perfectly (I’m a size medium). I could tell as soon as I picked up the shirt that it was made of quality fabric. It was sturdy yet soft. The sweater is super comfy, the color is beautiful and the shape is exactly like I want it to be. The sweater isn’t just a sweater, I feel like I look great in it no matter what else I’m wearing. The shirt is the best button up I have owned. The fabric is made of such quality and it looks great even when it has wrinkled up a bit. The best part is that the button ups are made for women in a practical way. There is no more boob gap, I don’t have to buy shirts any more that are 2 sizes too large so that they fit my shoulders and boobs (but look huge on me instead).

Ég myndi flokka flíkurnar frá Tradlands sem staðal flíkur, þar sem það er hægt að nota þær á svo marga vegu og þær eru gerðar til að endast. Þó að flíkurnar kosti sitt, þá fann ég strax að ég myndi nota þær vel og lengi, sem er ekki það sama sem hægt er að segja um margar skyrtur sem ég hef keypt á ódýru verði frá tískurisum þar sem gæði og manngæska eru ekki í hávegum höfð.

Tískurisar vilja jú græða með því að selja mikið í einu og oft. Nýjar línur koma út svo hratt og reglulega að það gerir viðskiptavinum þeirra erfitt fyrir að finnast þau tolla í tískunni nema þau eignist þetta nýja. Mér leið að minnsta kosti þannig á yngri árum, og í raun bara þar til fyrir 1-2 árum. Mér fannst ég ekki vita hver stíllinn minn væri, hverju ég vildi klæðast, hvað færi mér vel eða hverju mér leið vel í. Þetta varð til þess að ég var alltaf að kaupa nýtt, reyna að finna þessa flík sem myndi fullkomna fataskápinn minn. Hvað sem var sem leit vel út í búðinni og kostaði nógu lítið til þess að þessi skyndikaup gengu upp.

-English-

I would categorize Tradlands clothing as staple pieces since you can use them in so man ways and they are made to last. Even though the pieces cost a considerable amount of money, I could tell right away that I will use them a lot and for a long time. I can’t say the same for the whole lot of fast fashion button ups I have bought (and most of them are not with me today).

Fast fashion brands want to make money by selling as much as they can, as fast as they can. They make new collections so fast and regularly that it makes consumer feel like they are having a hard time staying on trend unless they own the newest things. I used to feel that way when I was younger and actually just until one or two years ago. I didn’t feel like I knew what my style was, what I wanted to wear, what suited me or what made me feel good. This contributed to me always buying new clothes, trying to find the perfect item for my closet. Whatever looked good on the hanger in the store and was cheap enough for me to repeat this often enough with little consideration, would do.

Fyrir 1-2 árum ákvað ég að fara að skoða mun betur hvert neysla mín væri að stefna og hægja á mér. Ég fór að skoða betur hvaða flíkur ég nota oftast og ígrunda hvað það þýðir. Af hverju gríp ég mest í þessar flíkur? Hvernig líður mér í þeim? Hvaða litir eru ráðandi? Hvað eiga þær sameiginlegt?

Ég fór hægt og rólega að átta mig á því hverju ég vildi klæðast, og gefa tískubylgjum minni gaum. Það er þó ekki fyrr en seint árið 2017 sem ég fór virkilega að íhuga hvaðan fötin mín kæmu. Þá áttaði ég mig enn betur á mikilvægi þess að hægja á sér og íhuga kaup sín. Ég er týpan sem er hræðileg í að föndra, sauma og slíkt. Fínhreyfingar eru bara ekki á mínu bandi. Ég var hrikaleg í handmennt, prjónaði skakka trefla og saumaði í puttana á mér. Ég var heilan vetur að sauma einn bol. Rosalega var ég stolt af mér! Ég átta mig á því að fagmenn á þessum sviðum eru mun fljótari að þessu en ég. Það hreyfir samt við einhverju í mér að hugsa til þess að einhver er að sauma margar flíkur á dag fyrir nánast engan pening, við ömurlegar aðstæður, og það gæti jafnvel verið barn.

-English-

I started rethinking my consumption about 1-2 years ago and slow down. I decided to take a better look at what kind of clothing I usually wear the most and think about what that means. Why do I pick these items the most? How do I feel when I wear them? What colors are dominating? What do these items have in common?

I slowly started to realize what I wanted to wear, and think less about what fashion trends tell me. It wasn’t until the end of 2017 that I really started to think about where my clothing came from. That’s when I really started to understand the importance of slowing down and really think about my consumption. I am the type of person who is terrible at crafts, sewing and stuff like that. I took classes in high school that were supposed to teach us to knit and sew, and all I did was knit oddly shaped scarfs and sew into my fingers. I spent a whole winter sewing one shirt. I was super proud of myself! I realize that professionals can sew a lot faster than me. There is still something that makes gives me feels when I think about someone sewing many items of clothing per day for long hours, little money, in bad condition and it might even be a child.

Jæja, aðeins út fyrir málefnið..komum okkur aftur að Tradlands. Ég er búin að nota þessar flíkur sjúklega mikið síðan ég fékk þær, og setti ég saman nokkur dæmi um hvernig er hægt að útfæra peysuna. Síðan ég tók þessar myndir hef ég auðvitað notað peysuna í fleiri aðstæðum. Það sem mér finnst svo frábært við að losna undan þeirri hugsun að eltast alltaf við nýjustu tísku, er að mér finnst ekki lengur skrítið eða “rangt” að vera aftur og aftur í sömu fötunum. Mér finnst ég ekki lengur þurfa nýja flík fyrir hvert tilefni og það er mjög frelsandi.

Ég hafði samband við Tradlands og mér til mikillar gleði er ég nú orðin samstarfsaðili þeirra. Ég geri ekki slíkt nema ég virkilega trúi á vörumerki, og finnist það eiga mikið lof skilið.

Ef að þið eruð í leit að góðri flík sem endist og ef þið eruð að leita að einhverju ákveðnu og finnið það hjá Tradlands, þið eruð að leita að flík sem framleidd er á sanngjarnan hátt úr umhverfisvænni efnum, þá getið þið notað kóðann amandasophy15 fyrir 15% afslátt af fyrstu pöntun ykkar.

Ég mæli með að nýta jafnvel ferðina ef vinur/vandamaður ætlar að versla sér líka. Þá getið þið sparað kóðann þar sem hann rennur ekki út, en virkar einungis einu sinni á hvert notendanafn. Auk þess sparið þið kolefnaspor ykkar með því að senda flíkurnar saman og sparið sendingarkostnað (hann fellur niður ef verslað er fyrir 200 usd).

Ég vona að þið hafið haft gaman af, ég hef mjög gaman af því að segja ykkur frá frábærum og sanngjörnum vörumerkjum.

Þar til næst!

-English-

So..back to Tradlands. I have been using my sweater and button up so much since I received them, so I made a few outfit ideas for the sweater. I have used the sweater in more ways since taking these pictures though. What I think is so great about loosing the whole “following trends” mindset, is that I don’t feel weird about wearing my clothes again and again anymore. I don’t feel like I need a new clothing item for each event and that is very freeing.

I contacted Tradlands and it makes me so happy to say that I am now collaborating with them. I don’t do this unless I really believe in a brand, and think they deserve a lot of praise.

If you are looking for a quality piece that lasts, if you are looking for something specific and you find it at Tradlands, or if you are looking for an ethical item made of sustainable materials, then you can use the code amandasophy15 for a 15% discount of your first order.

I recommend ordering with a friend if you know someone who is thinking about investing in a Tradlands piece. That way you can use the code for that one time (and then later if you want to) since it can only be used once by each username, but it doesn’t expire. You also use up less carbon footprints by getting the clothing shipped togeter (again, if you know someone who also wants to shop from Tradlands) and you don’t have to pay for shipping (free shipping worldwide on orders over 200 usd).

I hope you enjoyed this blog, I love telling you about great ethical brands.

Until next time!

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *