Hafraklattar í haustbúning // Oatmeal bars with fall vibes

Eitt af mínum uppáhalds millimálum (svona þegar ég kem mér í að baka) eru hafraklattar. Þeir eru svo mjúkir, góðir og stútfullir af næringu.

Ég elska líka hvað það er auðvelt að breyta til og aðlaga þá eftir skapi og smekk. Ég baka alltaf í grunninn sömu klattana, en uppskriftina má finna hér.

Mig langaði aðeins að breyta til og reyna að fá fram haustlegu ívafi. Ég ákvað því að prófa að nota nýju Adonis stangirnar með túrmerik og engifer.

Adonis eru næringarstangir en aðal uppistaðan eru hnetur og fræ. Stangirnar eru lág kolvetna, paleo, vegan og glúten lausar. Ég er persónulega komin með smá leið á næringastöngum þar sem þurrkaðir ávextir og döðlur spila stórt hlutverk og finnst gott að eiga svona í nestistöskunni eða á flakkinu sem fljótlegt millimál.

Túrmerik og engifer stangirnar eru í uppáhaldi hjá mér og þær sviku mig svo sannarlega ekki í hafra klatta bakstrinum. Vá, vá, vá. Klattarnir verða svo ferskir og góðir, Brasilíu hneturnar í stöngunum eru lostæti og krydd blandan akkúrat fullkomin. Hún er ekki of beisk en þó finnst túmerik og engifer bragðið vel.

Einu breytingarnar við uppskriftina er að í staðin fyrir að nota 1/3 bolla af fræjum, hnetum og þurrkuðum ávöxtum (sem fer alltaf bara eftir því hvað er til heima) þá saxaði ég gróflega niður tvær Adonis stangir með engifer og túrmerik bragði. Því var hrært við deigið og bakað eins og uppskriftin segir.

Endilega látið mig vita ef þið prófið þessa snilld.

Þar til næst!

English-

Oat meal bars are one of my favorite snacks, when I get to baking that is. They are soft, delicious and nutritious. I love how easy it is to change the recipe up depending on mood and taste. I always bake the same base recipe, you can find it here.

I wanted to change the recipe up a bit and try to add some fall vibes. I decided to use the new Adonis nut bar in turmeric and ginger flavour.

Adonis are nutritional bars that mostly consist of nuts and seeds. They are low carb, paleo, vegan and gluten free. I am personally a little bit tired of nutritional bars that consist mainly of dates and/or dried fruits so I really like to keep these with me on the go.

The turmeric and ginger flavoured bars are my favorite and they were amazing in the oatmeal bars. Wow! They were so fresh and tasty, the brazilian nuts are delicious and the mix of spices is perfect. The spice mix is not too bitter but you can still clearly taste the turmeric and ginger.

So the only changes I made to my base recipe is that instead of 1/3 cup of various nuts, seeds and dried fruit (I usually just add whatever I have in my cupboard) I used 2 chopped up Adonis bars with turmeric and ginger flavour. I mixed it with the oat meal dough and baked it as usual.

Please let me know if you try this deliciousness.

Until next!

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *