Love Sofie

Færslan er unnin í samstarfi við Love Sofie // This blog is a collaboration with Love Sofie (the skull is of course synthetic)

JAZZ stiletto above – NICE ankle boots below 

Í flestum pistlum um umhverfisvernd má finna punkta um jákvæð áhrif vegan lífsstíls á umhverfið. Þið sem hafið lesið ykkur til um slíkt þekkið mögulega helstu punktana, t.d. að með því að breyta yfir í plöntu miðað fæði eru kolefnaspor neytandans minnkuð um ca 50%, að 80% korn- og plöntu ræktunar fer ekki ofan í okkur mennina á beinan hátt, heldur í að útbúa fæði fyrir landbúnaðardýrin, sem fara svo ofan í mennina, því þau borða jú mun meira en við.

Í kjölfar slíkrar umræðu fæ ég stundum spurningar út í vegan tísku og umhverfisáhrif hennar, hvort öll þessi gerviefni séu ekki óumhverfisvæn. Stutta svarið er vissulega já. Vegan fatnað er auðvelt að finna ef lesið er á miðana því algeng efni í flíkum í dag eru meðal annars polyester, akrýl, spandex og nælon sem eru vissar tegundir af plastefnum, og er sérstaklega mikið um slíkt hjá ódýrari vörumerkjum sem fjölda framleiða í massavís.

Flestar flíkurnar eru þó ekki markaðssettar fyrir vegan einstaklinga og eru verslaðar af fjölbreyttum almenningi. Sem sagt ekki bara vegan einstaklingum heldur flestu fólki.

Tel ég þetta vera vandamál? Að sjálfsögðu, ég hef bloggað um slíkt og rætt um það á instagram og tel að hver og einn sem hefur getu til, reyni að vera vakandi fyrir sinni neyslu. Þetta er allt partur af stóru myndinni sem “fast fashion” er.

Vegan hráefni í fatnað getur einnig flokkast sem svo margt annað gott eins og bómull (lífræn bómull ávalt betri), hamp efni, hörefni/lín, bambus, eucalyptus, hin ýmsu efni unnin úr jurtatrefjum sem ég kann ekki öll nöfnin á (t.d. Lyocell/Tencel og fleira nýtt og spennandi).

Umræðan snýst þó oftast um vegan friendly skó. Ef þeir eru ekki unnir úr leðri, úr hverju eru þeir þá? Áður fyrr voru “vegan leður” skór oftast úr plasti, hey, þaðan kemur kannski nafnið pleður? Í dag er enn mikið til af slíkum skóm en það eru alltaf að koma flottari vörumerki á markað með umhverfisvænni skó í betri gæðum.

– English –

You can find statements of the positive impact of veganism, in many articles about environmentalism. If you have read about the environmental impact of the agricultural industry then you probably know some of the facts, like that by going vegan you can reduce your carbon footprint about 50%, and that 80% of corn-and plant production is used to feed farm animals that humans then consume.

When I have been writing or speaking about these topics, I sometimes get questions about vegan fashion, if the synthetic materials used in vegan fashion aren’t bad for the environment. The short answer is yes. You can easily find vegan clothing by going through racks at most clothing stores and reading the labels. Some of the most common materials you will find in clothing is polyester, nylon, acrylic and spandex, all of which are a type of plastic material. It is especially but not exclusively found in fast fashion stores where fast and cheap is the major key.

The thing is that most synthetic clothing isn’t marketed for vegans, it is marketed for everyone. Everybody is buying clothing with these materials, not just vegans. Do I think this is a problem? Absolutely. I have blogged and written about this on instagram and I feel that this is a part of the big picture that fast fashion is.

Vegan fashion can also be so many good things and made of materials like cotton (organic cotton is always better), hemp, bamboo, eucalyptus, linen and all kinds of innovating plant based materials that I don’t remember allt the names of (Tencel/Lyocell for example).

The topic is often about vegan shoes. If they are not made of leather, then what are they made of? Some years ago, most “vegan leather” shoes were made of plastic, maybe that’s where the name pleather came from? Today we still have a lot of plastic shoes but the market is changing with brands coming forth with better quality and more sustainable options.

JOY ballerina above – BILLIE sneakers below

Því langaði mig svo innilega að kynna ykkur fyrir Love Sofie.

Love Sofie er sænskt vegan skó merki sem framleiðir umhverfisvæna lúxus skó. Þegar ég fór að lesa mér til um þetta fyrirtæki þá fannst mér það magnað. Þau tikka í öll box. Þau gera sitt besta í að nota umhverfisvæn efni í skóna, skórnir eru framleiddir á sanngjarnan og gagnsæjan hátt og þeir eru svo fallegir.

Þau efni sem eru helst notuð hjá Love Sofie:

Plöntuleður: Þið lásuð rétt. Plöntuleður. Notast er við ákveðna tækni þar sem búin eru til lög af þéttu efni úr jurtatrefjum og jurtaolíum eins og pálma-, soya og maísolíu. Plöntuleður er vatnshelt, sterkt og andar vel.

Lífrænn bómull: Kostir þess eru að lífrænn bómull þarfnast mun minna af vatni í ræktun en almennur bómull, auk þess sem ekki eru notuð skordýraeitur eða áburður úr gerviefnum.

Endurunnið polyester: Mér finnst algjör snilld þegar framleiðendur nota endurunnin plastefni sem nú þegar eru til staðar, því þá endar minna af því í umhverfinu okkar.

Endurunnið gallaefni: Aðrir kostir þess að nota endurunnin efni eru sú að minna af orku fer í að útbúa ný efni þegar notuð eru þau sem eru nú þegar til staðar.

– English –

I am so excited to introduce you to Love Sofie. Love Sofie is a Swedish vegan shoe brand that makes sustainable luxury shoes. When I started studying this brand I thought it was amazing. They checked every box I wanted. They do their best to use sustainable materials, the shoes are made in fair conditions and they are so beautiful.

The materials Love Sofie uses:

Plant leather: You read this right. Plant leather. Their plant leather is made from mixing PU (plant fibers) with plant based oils like palm-, soy- and corn oil. Plant leather is breathable, strong and water repellent.

Organic cotton: The pros of organic cotton is that it needs a lot less water for the crop to grow and there are no pesticides or artificial fertilizers used in growing the crop.

Recycled polyester: I think it is so smart and awesome when makers use recycled plastic materials that already have been made (for some other use), because that means less plastic ending up in our environment.

Recycled denim:  Another pro of using recycled materials is that it takes less energy using them when possible, as opposed to making new raw materials.

Ég fékk 4 pör til þess að prófa og ó hvað þau eru falleg. Hælarnir eru svo klassískir, léttir og fallegir en öll innleggin innihalda mjúka púða undir hælinn. Flatbotna “ballerínu” parið er sumarlegt og passar við allt. Uppáhalds parið mitt er líklegast strigaskórnir úr lífrænum bómull og plöntuleðri, ég elska þessi smáatriði með göddunum og eru þeir virkilega þægilegir.

Skórnir frá Love Sofie kosta á bilinu 1000-1600 sænskar krónur eða á bilinu 11.700-18.700 íslenskar krónur, háð gengi. Með kóðanum “withloveamanda” getið þið fengið 15% afslátt.

Ég vona að þið hafið haft gaman af, ég hef amk einstaklega gaman af því að kynna ykkur fyrir vörumerkjum sem eru að gera sitt besta gagnvart umhverfinu, mönnum og dýrum!

– English –

I received 4 pairs to try out and they are so beautiful. The heels are classic, light and pretty and all have a soft padding where our heel goes. The flat “ballerinas” are perfect for spring/summer and go with everything. My favorite pair is probably the Billie sneakers, made from organic cotton and plant leather. I love the studded details and they are really comfortable.

The shoes at Love Sofie range from 1000-1600 swedish krona, or about 11.700-18.700 isk, depending on the currency. With the code “withloveamanda” you can get a 15% discount.

I hope you enjoyed this, because I really enjoy introducing you to brands that are doing their best for the environment, humans and animals! 

Þar til næst! // Until next time! 

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *